Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

,,Gott að hver braggi kostaði Bretana ekki 400.000.000 kr.”

$
0
0

,,Gott að hver braggi kostaði Bretana ekki 400 milljónir”

Við Nauthólsveg 100 stendur þyrping húsa sem reist voru árið 1943 sem gistihús fyrir þá sem áttu leið um Reykjavíkurflugvöll og hét á sínum tíma Hotel Winston. Bragginn er nú orðinn að matsölustað og náðhúsið verður brátt að fyrirlestrarsal fyrir Háskólann í Reykjavík og skálinn að frumkvöðlasetri.

Minjastofnun Íslands vill árétta að ákvarðanir um endurgerð braggans og annarra húsa í Nauthólsvík eru á ábyrgð Reykjavíkurborgar enda í samræmi við deiliskipulag Nauthólsvíkur.

Upphafleg kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 158 milljónir en framkvæmt hefur verið fyrir 415 milljónir, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Bara salernið í bragganum kostaði 46 milljónir og er án efa dýrasta náðhús landsins og þó víða væri leitað.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins hefur verið ötull við að tjá sig um skipulagsmál og benda á ýmsar undarlegar breytingar á skipulagi og um nýbyggingar í borginni á undandförnum misserum og þar er bragginn í Nauthólsvíkinni engin undantekning:

,,Margt vekur athygli í sundurgreiningu kostnaðarins vegna viðgerða á bragganum í Nauthólsvík. Ekki hvað síst þessi liður:

„Rif bragga – 30 milljónir”

Var bragginn sem átti að vernda sem sagt rifinn og nýr byggður í staðinn?

Því hefur verið haldið fram að Íslendingar hafi nýtt sér út í ystu æsar uppgripin sem urðu á stríðsárunum þegar hernámsliðið þurfti fólk í framkvæmdir.

Það er þó eins gott að hver braggi kostaði Bretana ekki 400 milljónir.  Þá er hætt við að seinni heimsstyrjöldin hefði endað öðruvísi.” Segir Sigmundur Davíð um hinn umdeilda bragga.

Tengt efni :

Minjastofnun Íslands segir að endurgerð braggans í Nauthólsvík sé á ábyrgð Reykjavíkurborgar

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652