Miðaldra konur sem halda framhjá eiginmönnum sínum eru að leita eftir ástríðu og kynlíf en vilja samt ekki skilja við eiginmanninn skv. nýjum rannsóknum
Nýju gögnin koma úr gagnabanka þar sem að giftar konum notuðu framhjáhaldssíðuna AshleyMadison.com en sú netsíða er stefnumótasíða sem er eingöngu notuð við það að skoða möguleika og skipuleggja framhjáhöld.
Hin nýja rannsókn sýnir að helsta ástæða þess hjá konum sem halda framhjá er að þær eru yfirleitt óánægðar með sambönd sín, sagði Eric Anderson, prófessor sem rannsakar m.a. málefni sem snúa að karlmennsku og kynhneigð við háskólann í Winchester í Englandi.
,,Fólk heldur að framhjáhald sé merki um mikil vandræði í sambandinu,” sagði Anderson. En þessi söguskýring kemur að mestu úr sófum hjá sálfræðingum, eftir að konan hefur framkvæmt framhjáhaldið” bætti hann við.
Þegar þú gerir eitthvað sem er mjög ósiðsamlegt, þá býrðu til afsakanir. Afsökunin verður t.d.: Jæja, maðurinn minn fullnægir mér ekki vel, ó, það er vandamál í sambandinu, “sagði Anderson, sem er aðal sérfræðingurinn þegar að kemur að AshleyMadison.com
Ástæða framhjáhalds
Þótt einmanaleiki sé jafnvel normið í nútíma samfélagi, er hórdómur nokkuð algengur, meðal allt að 33% karla og 25% kvenna í Bandaríkjunum. Að minnsta kosti eitt framhjáhald utan sambands á einhverjum tímapunkti í lífi fólks, samkvæmt rannsókn frá 2011 í tímaritinu Archives of Sexual Behavior.
En vangaveltur um afhverju fólk heldur framhjá eru ekki alltaf ljósar. Mest áberandi þátturinn er að menn eru ótrúir vegna þess að þeir vilja meiri kynferðislega fjölbreytni. En konur halda framhjá til þess að fá tilfinningalegar þarfir sínar uppfylltar, sagði Anderson. Og sumar rannsóknir benda til þess að konur sem eru óánægðar með sambönd sín eru mun líklegri til að halda framhjá.
En réttlætingar og afsakanir eftir framhjáhöld geta verið mjög frábrugðnar upphaflegum ástæðum þeirra í raun og veru segir Anderson.
Konur missa áhugann á kynlífi með makanum, því lengur sem þær eru í sambandi með honum, samkvæmt rannsókn frá árinu 2012 í tímaritinu Kynlíf og hjúkrunarfræði. Þannig að það kann að vera að, eins og menn, eru konur í framhjáhaldinu að leitast eftir því að auka kynferðislega reynslu sína og upplifanir.
Anderson og samstarfsmenn hans fengu aðgang að reikningum og skilaboðum sem send voru af 100 giftum, gagnkynhneigðum konum sem skráðu aldur sinn á milli 35 og 45 ára.
Flestar kvennanna skiptust á nokkrum skilaboðum með hugsanlegum bólfélaga áður en þeir tóku upp samskipti í síma eða þá luku samtalinu varanlega. Þær vissu ekki að ég var að lesa skilaboð þeirra”, sagði hann sem gerði Anderson kleift að læra sjálfstætt um atferli kvennana .
Um það bil 66% kvennanna sögðu að þær væru að leita að rómantík og ástríðu sem var alltaf þáttur í kynlífi þeirra áður. Engin af konunum vildu fara frá maka sínum.
Þó niðurstöðurnar séu takmarkaðar við aðeins eina framhjáhalds vefsíðu sem hjálpar fólki til þess að halda framhjá. Þá benda niðurstöðurnar til þess að margir konur sem eru ótrúar séu ekki algerlega óánægðar með maka sínum, sagði Anderson
Tilfinningar eða skynsemi?
Flestar konur vildu aðeins eitt viðhald og leituðust eftir tilfinningalegum tengslum, sagði Anderson. ,,Þær þurftu ástarsambandi, en karlar eru tilbúnir til að eiga fleiri viðhöld sem að snérust bara um kynlíf.
Það er líklegast vegna þess að konur þurfa meiri tilfinningalega tengingu til að njóta kynlífs, eða að þær séu einfaldlega skynsamar og velja sér það að hafa eitt viðhald,”sagði hann.
Ef þú ert ekki með marga karlmenn í takinu, þá eru mun minni líkur á að framhjáhaldið komist upp.” sagði Anderson..