Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Krakkar að teika – Gamlar myndir

$
0
0

Inn á vefnum gamlar íslenskar ljósmyndir á facebook, getur fólk fengið að skoða gamlar myndir, sem eru 25 ára og eldri. Auðvelt er að gleyma sér yfir að skoða t.d. gamlar svart hvítar myndir sem að sýna lífið og tilveruna eins og hún var fyrir aldarfjórðungi og síðar. Margt hefur breyst.

Um er að ræða verðmæt söguleg verk frá ýmsum höfundum og á meðal þeirra er t.d. forsíðumynd dagsins, ,,Teikað í Reykjavík” send inn af Guðlaugi Viðari Valdimarssyni sem að sýnir krakka vera að teika. En á árum áður, var það ekki óalgengt að krakkar héngu aftan í bílum og létu þá draga sig langan veg í hálku. Þótti það hættulegt athæfi og mikið yfir því skammast af eldra fólkinu en þetta var á þeim tíma sem að börn léku sér úti alla daga og tölvur með tilheyrandi inniveru barna, var ekki til.

Hér að neðan má t.d. sjá mynd af bröggum, en braggar hafa verið mikið til umfjöllunar að undanförnu

Hægt er að sækja um að gerast aðili að síðunni en reglur meðlima eru eftirfarandi:

Reglur hópsins:

1) Hérna má setja inn gamlar ljósmyndir (25 ára eða eldri) og þá sérstaklega myndir sem hafa gildi fyrir sem flesta. Heimilt er að setja inn erlendar myndir, en áhersla hópsins er á íslenskar myndir.

2) Látið umsögn fylgja myndunum, ef upplýsingar eru til, svo sem nafn ljósmyndara, aldur ljósmynda, nöfn á fólki, sögufrægum húsum og þar fram eftir götunum, staðsetning ofl.

3) Hámark 5 pósta á dag nema af áður óséðum myndum.

4) Verum jákvæð og skemmtileg! Smámunasemi, skítkast og þras er bannað. Eftir einn ei pósti neinn.

5) Kvartanir eiga að berast stjórnendum í einkapósti.

 

 

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652