400 km suður af Svalbarða er víðáttumikil 960 mb lægð sem hreyfist lítið, en grynnist smám saman. Á sunnanverðu Grænlandssundi er 992 mb smálægð sem þokast austur, en 1.500 km suður af landinu er nærri kyrrstæð 1045 mb hæð.
Hér er hægt að skoða stöðuna á veðurkorti í beinni útsendingu
Veðurhorfur á landinu
Vestlæg átt 5-10 m/s og víða skúrir eða slydduél, en rofar til austast í kvöld. Vestan 8-15 og þykknar víða upp í nótt. Vestan 5-13 á morgun, hvassast við suðurströndina og rigning eða slydda með köflum. Dregur úr úrkomu með deginum, yfirleitt þurrt annað kvöld. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast syðst.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðvestan 8-13 og skúrir en samfelldari rigning um tíma seint í nótt. Vestan 5-10 um hádegi á morgun og þurrt annað kvöld. Hiti 4 til 8 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Fremur hæg austlæg eða breytileg átt, dálítil rigning eða slydda og hiti 1 til 5 stig. Þurrt norðantil á landinu með hita nálægt frostmarki. Bætir í vind og úrkomu sunnan- og vestanlands um kvöldið.
Á miðvikudag:
Suðvestan 13-18 m/s og rigning eða slydda, en norðaustlægari og snjókoma á Vestfjörðum. Snýst í norðan 8-13 seinnipartinn með slyddu eða snjókomu á norðanverðu landinu, en þurrt sunnanlands. Kólnandi veður, hiti víða nálægt frostmarki um kvöldið.
Á fimmtudag:
Norðan 8-15 m/s og él, en bjartviðri sunnantil á landinu. Hiti kringum frostmark.
Á föstudag:
Norðan 8-13, en 13-18 austanlands. Léttskýjað sunnan- og vestantil, en él um landið norðaustanvert. Frost 0 til 5 stig.
Á laugardag:
Fremur hæg breytileg átt og víða bjart veður, en dálítil él á norðausturhorninu framan af degi. Áfram kalt í veðri.
Á sunnudag:
Útlit fyrir vaxandi sunnanátt og þykknar upp með rigningu eða slyddu sunnan- og vestanlands og hlýnar. Hægari vindur norðaustantil með björtu og köldu veðri.