Gæsluvarðhaldi lokið
Maðurinn sem handtekinn var í tengslum við andlát konu á Akureyri á sunnudag hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhald yfir manninum rann út á hádegi og var ekki talin ástæða til að halda honum lengur á grundvelli rannsóknarhagsmuna og hefur honum verið sleppt.
Áfram er unnið að rannsókn málsins en krufningarskýrsla liggur fyrir en unnið er að frekari rannsóknum.