Útvarpsmennirnir Sigvaldi Kaldalóns, Svali, og Svavar Örn Svavarsson munu stjórna þættinum The Voice á Skjá einum í vetur.
Það er Mbl.is sem greinir frá þessu.
„Við höfum haft augastað á þættinum síðan það kom fyrst til tals að sýna hann á SkjáEinum. Við sóttum það stíft að fá að stýra honum enda er The Voice svo ofboðslega skemmtilegur þáttur – Uppbyggilegur og jákvæður. Þar stígur aðeins hæfileikaríkt fólk á svið. Allir verða góðir og reyna hvað þeir geta að heilla þjálfarana og áhorfendur,“ segja þeir félagar.
Eins og Fréttatíminn hefur greint frá verða Svala Björgvins, Salka Sól Eyfeld, Helgi Björnsson og Unnsteinn Manuel þjálfarar í þættinum.
Sjá einnig:
Salka Sól verður dómari í The Voice
Íslensk útgáfa af The Voice í loftið í haust
The post Svali og Svavar stjórna The Voice appeared first on FRÉTTATÍMINN.