Mathöllin á Hlemmi – 308 milljóna reikningur
Vigdís Hauksdóttir, birtir yfirlit yfir kostnað vegna Mathallar á Hlemmi og kemur þar fram sundurliðun á kostnaði við bygginguna. En um er að ræða að biðstöð fyrir farþega strætisvagna, var breytt í mathöll, þar sem að fjöldi veitingastaða hafa komið sér fyrir. En staðurinn er sagður vera 532 fermetrar. Upphaflega var áætlað að kostnaður yrði um 100 milljónir króna en hér er sundurliðun á 308 milljóna kostnaði sem sýnir að kostnaðurinn hefur þrefaldast.
,,Ráðgjaþjónusta og hönnun 40 milljónir. Búið er að ráðstafa 25 milljónum til viðbótar í loftræstikerfi þrátt fyrir að búið er að gjaldfæra 27,5 milljón samk. þessu yfirliti og rúmar 4 milljónir eru þarna gjaldfærðar á Sjávarklasann (Sjáfarklasinn)
Er fleira í þessu yfirliti sem er þaðan? EN – fyrr má nú vera gott loft á Hlemmi – rúmar 50 millur !!! ” Segir Vigdís Hauksdóttir um samantektina á kostnaðarliðum.