Slökkvistarfi lokið, brunavettvangur afhentur lögreglu
Skv. upplýsingum lögreglu vegna brunanans á Selfossi, þá hefur slökkvilið nú afhent brunavettvang á Kirkjuvegi á Selfossi til lögreglu til rannsóknar.
Enn eru að koma upp glæður í húsinu og því verður brunavakt áfram við vettvang. Lögregla og tæknideild eru að hefja vinnu á vettvangi en byrjað verður á því að tryggja milligólf vegna hrunhættu.
Skýrslutökur af málsaðilum sem handteknir voru á vettvangi fara fram í dag.