Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Stormiðvörun, 15-23 M/S – Gult ástand

$
0
0

Stormiðvörun – Gult ástand

800 km suðsuðvestur af Reykjanesi er allvíðáttumikil og vaxandi 972 mb lægð sem þokast norður.  Samantekt gerð: 05.11.2018 19:56

Veðurhorfur á landinu
Hæg breytileg átt og skýjað með köflum, en austan 8-13 m/s og stöku skúrir eða él syðst seint í kvöld. Vaxandi austan- og norðaustanátt og þykknar upp í nótt, víða 15-23 seinni partinn og enn hvassari í Öræfum og Mýrdal. Dregur úr vindi A-til um kvöldið. Frost víða 0 til 5 stig, en hlýnar í nótt, hiti 1 til 9 stig seinni partinn, en sums staðar vægt frost nyrðra.

Suðurland
Austan stormur. (Gult ástand)
6 nóv. kl. 06:00 – 23:59
Gengur í austan 15-23 með mjög snörpum vindhviðum í fyrramálið, hvassast undir Eyjafjöllum. Slydda og síðar rigning. hlýnandi veður. Fer að lægja seint annað kvöld.

Breiðafjörður
Norðaustanhvassviðri eða -stormur (Gult ástand)
6 nóv. kl. 12:00 – 7 nóv. kl. 09:00
Norðaustan 15-23 m/s, hvassast N-til með vhindviður að 35 m/s nyrst. Vegfarendur fari varlega, einkum á ökutæjum sem er viðkvæm fyrir vindi.

Vestfirðir
Norðaustan stormur. (Gult ástand)
6 nóv. kl. 12:00 – 7 nóv. kl. 11:00
Gengur í norðaustan storm, 15-23 með mjög hvössum vindhviðum, hvassast norðantil. Snjókoma og síðar slydda eða rigning. Hlýnar í veðri og hiti 1 til 4 stig á láglendi seint annað kvöld.

Suðausturland
Austan og norðaustan stormur. (Gult ástand)
6 nóv. kl. 06:00 – 23:59
Gengur í austan 15-23 með mjög snörpum vindhviðum í fyrramálið, hvassast í Öræfum. Slydda og síðar rigning. hlýnandi veður. Fer að lægja seint annað kvöld.

Miðhálendið
Norðaustahríðarveður (Gult ástand)
6 nóv. kl. 10:00 – 7 nóv. kl. 06:00
Norðaustanstormur, 15-23 m/s. Búast má við mjög hvössum vindstrengjum við fjöll, 35-40 m/s. Einnig má búast við talsverðri snjókomu eða éljagangi með skafrenningi og mjög lélegu skyggni og ófærð. Ekki mælt með ferðalögum.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austan 3-8 m/s og bjartviðri, en hvessir í nótt, 10-18 á morgun og fer að rigna seinni partinn. Hiti kringum frostmark, en 3 til 6 stig annað kvöld.
Spá gerð: 05.11.2018 17:55. Gildir til: 07.11.2018 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Norðaustan 13-18 m/s og slydda á Vestfjörðum fram eftir degi, annars talsvert hægari og rigning, en þurrt að kalla á SV- og V-landi síðdegis. Hiti 1 til 8 stig.

Á fimmtudag:
Austan 8-15 með rigningu S- og A-lands og einnig á Vestfjörðum. Hiti 3 til 8 stig.

Á föstudag og laugardag:
Austlæg átt, rigning og milt veður, en þurrt N- og V-lands.

Á sunnudag:
Norðaustanátt og rigning eða slydda með köflum, en þurrt SV-lands. Hiti 2 til 7 stig.

Á mánudag:
Norðaustanátt með rigningu eða slyddu og síðar snjókomu N-til á landinu, en þurrt sunnan heiða. Kólnandi veður.

 

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652