Norðmenn hafa fundið enn meiri olíu á Johan Castberg svæðinu
Nyrsta olíusvæði Noregs er nú orðið miklu stærra vegna þess að nú hefur fundist meiri olía á Johan Castberg svæðinu í Barentshafi. Sem er nærri olíusvæðum út af Hammerfest.
Olíusjóður norðmanna stækkar enn og dafnar, en öll olía sem að finnst við Noreg er sameign þjóðarinnar og rennur allur hagnaður af öllum olíufundi og vinnsla, í sameiginlegan þjóðarsjóð norðmanna.
“Uppgötvunin staðfestir enn meiri möguleika á þessum hluta Barentshafsins,” sagði Equinor, framkvæmdastjóri norska og breskra félagsins, Nick Ashton. Hann segir að fyrirtækið hafi á undanförnum árum áttað sig á því að leit í Barentshafi sé bæði krefjandi og byggist á þolinmæði.
Samstarfsaðilar um leitina samanstanda af Equinor, ENI og Petoro, sem að nú munu meta niðurstöður stækkunar svæðisins sem tengjast Johan Castberg svæðinu sem er staðsett 100 km norður af Snøhvit.
Þessi reitur, sem fannst árið 2011, inniheldur á milli 450 og 650 milljónir tunna af olíu. Fljótandi framleiðsluskip verður byggt til flutnings og er ætlað að hefja vinnu við framleiðslu á árunum 2022 til 2026. En áfram er verið að bora eftir olíu á svæðinu og stendur til að hefja boranir strax á þremur svæðum til viðbótar.