Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í boði hjá forsætisráðherra Breta í Downingstræti

$
0
0

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sótti kvennaráðstefnu breska þingsins í tilefni af 100 ára kosningaafmæli kvenna. Að því tilefni bauð forsætisráðherra Breta, Theresa May, hópnum í Downingstræti 10

,,Fékk þann heiður að flytja lokaávarp á kvennafundi í breska þinginu.

Ég ræddi þann ár­ang­ur sem Ísland hef­ur náð í jafn­rétt­is­mál­um og hvernig upplifun mín af þeim málum er talsvert öðruvísi og mun betri en kvenna frá öðrum heimshlutum sem þarna sátu.

Þá sagði ég frá því hvernig ís­lensk­ar kon­ur í stjórn­mál­um stigu fyrst­ar fram í #met­oo bylt­ing­unni og kynnti fund kven­leiðtoga sem fram fer hér á landi 26-28. nóv­em­ber.

Ég hvatti að lokum kon­urn­ar sem voru frá 85 löndum í heiminum til að halda áfram að berj­ast fyr­ir jafn­rétti í sínum heima­lönd­um og að hætta aldrei að hvetja aðrar kon­ur til að skapa sér pláss, taka þátt í stjórn­mál­um og hafa áhrif.” Segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir um kvennafundinn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652