Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Þjóðhátíðardag­skrá og mótmæli gegn þriðja orkupakkanum haldin samtímis í dag

$
0
0

 

Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, legg­ur blóm­sveig að styttu Jóns Sig­urðsson­ar sem að barðist fyrir sjálfstæði Íslands

Þjóðhátíðardag­skrá­in hefst form­lega á Aust­ur­velli klukk­an 11 í dag þegar Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, legg­ur blóm­sveig að styttu Jóns Sig­urðsson­ar. Þá mun Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra lesa upp hátíðarávarp og að því loknu flyt­ur Fjall­kon­an ljóð.

Mótmæli gegn þriðja orkupakkanum og þjóðhátíðardagskráin verða á sama tíma þann 17. júní í ár

Á sama tíma er boðað til mótmæla gegn þriðja orkupakkanum sem að einungis 13% þjóðarinnar er mjög sammála um að innleiða skv. könnun og segir í tilkynningu frá mótmælendum þá er lögð áhersla á að mæta tímanlega til þess að ná góðu plássi á þessari samkomu.

Tilkynnig innan mótmælahópsins hljóðars svo:  ,,Það verður mótmælastaða á Austurvelli á meðan hátíðarhöldin eru sem byrja klukkan 11:00. Gott að vera mætt aðeins fyrr, eða upp úr 10:30. Allir að mæta“

Frá klukk­an 14 til 18 í dag verða Stjórn­ar­ráðshúsið við Lækj­ar­torg, Alþingi, Hæstirétt­ur Íslands, Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur, Seðlabanki Íslands og Haf­rann­sókna­stofn­un opin al­menn­ingi. Þá verður einnig ókeyp­is aðgang­ur að Þjóðminja­safn­inu milli klukk­an 10 og 17 þar sem mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, opn­ar Stofu, nýtt fjöl­skyldu- og fræðirými í safn­inu. Auk þess munu for­sæt­is­ráðherra, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra og mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra hefja átaks­verk­efni til fimm ára um þverfag­leg­ar rann­sókn­ir á rit­menn­ingu ís­lenskra miðalda.

Lands­sam­band bak­ara­meist­ara hefur hannað 75 metra langa Lýðveld­is­köku sem standa mun gest­um og gang­andi til boða í dag.

Í Hljóm­skálag­arði verða haldn­ir stór­tón­leik­ar milli klukk­an 14 og 17 þar sem fjöl­marg­ir þjóðþekkt­ir lista­menn koma fram. Á sama tíma verða brúðubíll­inn og Sirk­us Íslands með sýn­ingu auk þess sem hoppu­kastal­ar verða á svæðinu.

Dag­skrá 17. júní í Reykja­vík

The post Þjóðhátíðardag­skrá og mótmæli gegn þriðja orkupakkanum haldin samtímis í dag appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652