Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

12,6 milljarða lækk­un til ör­yrkja og sjúkraþjónustu og 1,7 milljarði minna til menntamála

$
0
0

 

Bjarni Benediktsson skerðir greiðslur til öryrkja, sjúklinga ofl.

Í til­lögu að breyttri fjár­mála­áætl­un fyr­ir árin 2020 til 2024 er gert ráð fyr­ir 4,7 millj­arða króna minna fram­lagi til sjúkra­húsþjón­ustu en í fyrri áætl­un á tíma­bil­inu og 7,9 millj­örðum minna fram­lagi vegna ör­orku og mál­efna fatlaðs fólks, að því er fram kem­ur í gögn­um sem mbl.is hef­ur und­ir hönd­um og greinir frá í dag.

Í heild verða út­gjöld rík­is­sjóðs um 13 millj­örðum minni árin 2020 til 2024 en fyrri áætl­un gerði ráð fyr­ir. Þá segir Mbl.is jafnfarmt frá því að til þess að kom­ast hjá hættu á fjár­laga­halla haf­i verið dregið úr fyr­ir­ætluðum greiðslum til þessara mála­flokka og að einnig verði m.a ráðstafað 1,7 millj­örðum minna til alþjóðlegr­ar þró­un­ar­sam­vinnu, millj­arði minna til al­manna- og réttarör­ygg­is og 1,7 millj­arði minna til fram­halds­skóla­stigs­ins.

Þá kemur fram að 2,6 millj­örðum minna verði varið til lyfja og lækn­inga­vara, 2 millj­örðum minna til heil­brigðisþjón­ustu utan sjúkra­húsa, 2,9 millj­örðum minna til ný­sköp­un­ar, rann­sókna og þekk­ing­ar­greina auk 1,4 millj­örðum minna til um­hverf­is­mála. Þá er gert ráð fyr­ir 2,8 millj­örðum minna fram­lagi til sam­göngu- og fjar­skipta­mála.

The post 12,6 milljarða lækk­un til ör­yrkja og sjúkraþjónustu og 1,7 milljarði minna til menntamála appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652