Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Er hugur þinn ótaminn eða ótakmarkaður?

$
0
0

Hugurinn okkar er margbrotið og heillandi fyrirbæri. Þekkir þú þinn eigin huga og kanntu að hafa hemil á honum? Veistu að það eru mjög fáir með virkt meðvitað samband við eigin huga? Og veistu að ef þú ert ekki með samband við hugann þá er það hugurinn sem stjórnar þér – ekki öfugt? Hugleiðsla kennir okkur að byggja upp virkt samband við hugann. Með því að hugleiða getum við farið að velja meira hvernig okkur líður, við hvað hugurinn dvelur og við getum farið að velja okkar eigin viðbrögð.

Hér eru fimm atriði frá Guðrúnu Darshan Arnalds, jógakennarara hjá heilsu- og jógastöðinni Andartaki, sem gætu komið að gagni við að koma sér upp reglulegri hugleiðslu:

1. Veldu alltaf sama tímann að deginum, þá verður þessi nýja venja smám saman að vana og verður á endanum ómissandi hluti af deginum.

2. Kveiktu á kerti. Þú gætir sett á ljúfa jógatónlist til að undirbúa hugann fyrir það sem koma skal.

3. Það getur verið ágætt að byrja á nokkrum teygjum og eða öndunaræfingum.

4. Þetta þarf ekki að vera langur tími, þrjár mínútur gera heilmikið fyrir okkur. Ellefu mínútur er líka fín tímalengd á hugleiðslu.

5. Hugur þinn er gullnáma. Ef þú lærir að eiga sterkt samband við hugann þá áttu þar óendanlega öflugt tæki sem getur skapað þér bæði hamingju og velsæld.

The post Er hugur þinn ótaminn eða ótakmarkaður? appeared first on FRÉTTATÍMINN.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652