Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Sverrir hvarf eftir að hann fór með ókunnugum mönnum

$
0
0

 

SVERRIR KRISTINSSON – Hvarf þann 26. mars 1972 
Sverrir Kristinsson

Bjarki Hólmgeir Halldórsson tók efnið saman

Sverrir Kristinsson var fæddur 4. desember 1949. Hann var uppalinn í stórum systkinahópi í Höfnum á Reykjanesi. Hann var annálað snyrtimenni, stundaði nám við raunvísindadeild Háskóla Íslands og bjó á Nýja Garði í Reykjavík sem var heimavist fyrir háskólanema. Hann var gítarleikari og hafði meðal annars spilað með hljómsveitunum „Blóm Afþökkuð“ og „Yoga“ Hann var ókvæntur og barnslaus.

Páskarnir árið 1972 voru snemma það árið og hugðist Sverrir dvelja fyrrihluta pásakfrísins í Reykjavík og læra undir próf. Hann ætlaði svo að fara heim í faðm fjölskyldunar á Þriðjudegi og njóta frísins með þeim suður í Höfnum.

Að kvöldi Pálmasunnudags 26. mars 1972 fór hann ásamt fleirum að skemmta sér í Klúbbnum sem var staðsettur við Borgartún í Reykjavik. Þegar liðið var á skemmtunina tjáði hann félaga sínu Birni Bergssyni að hann ætlaði að fara heim og fékk hann far með leigubíl upp á heimavist.

Sverrir Kristinsson

Leigubílstjórinn sem ók honum sagði að Sverrir hafi verið það ölvaður að hann hafi verið í vandræðum með að skrifa ávísun og hafi þeir gert um það samkomulag að Sverrir kæmi niður á leigubílastöðina daginn eftir og greiddi fyrir farið. Hann segist svo hafa fylgst með því að Sverrir kæmist örugglega inn á vistina og ekið svo á brott.

Inn á vistinni mætti hann stúlku sem þar bjó og var honum málkunnug. Þau skiptust á nokkrum orðum og héldu svo hvort í sitt herbergið. Athygli vekur að stúlka þessi sem nú er látin, sagði að Sverrir hafi ekki verið neitt áberandi ölvaður og gefur það þvi augaleið að þarna er komið hrópandi misræmi í framburðu hennar og leigubílstjóranns sem ók Sverri þetta kvöld.

Sverrir Kristinsson

Stúlka þessi býr sig svo til svefns en verður þá vör við það að það koma menn inn ganginn og banka á hurð Sverris sem opnar fyrir þeim. Hún segist heyra spjall þeirra um stund án þess þó að greina orðaskil en stuttu seinna fari þeir og Sverrir með þeim. Þetta er í síðasta skipti sem vitað er með einhverri vissu um ferðir Sverris Kristinssonar.

Þegar Sverrir kom svo ekki heim á þriðjudeginum var farið að óttast um hann. Fór fjölskylda Sverris þá til lögreglu og fljótlega upp úr því hófst eftirgrenslan og umfangsmikil leit sem aldrei skilaði neinu.

Bróðir Sverris fór til lögreglu skömmu eftir hvarfið til að athuga gang mála. Lögreglumaðurinn segði honum að það væri vel vitað hvar hann væri og sagðist bara geta sýnt honum það. Ók lögreglumaðurinn með bróður Sverris upp á ruslahauga í Gufunesi og sagði honum að hér gæti hann fundi bróður sinn, hingað færu þeir nefnilega allir sem dræpu sig. Bróðir Sverris spurði þá hvort þeir ættu þá ekki að ná í hann og gengu svo að skúr sem var á svæðinu. Hann er ekkert hér sagði hann við lögreglumanninn. Nei þá getum við ekkert gert, sagði lögreglumaðurinn og við svo búið fóru þeir aftur til baka.

Sverrir Kristinsson

Þegar herbergi Sverris var skoðað var það snyrtilega frágegnið eins og var von og vísa. Á skrifborði hans var þó vínflaska sem drukkin var niður fyrir axlir og fjögur staup sem drukkið hafði verið úr og þar af lá eitt þeirra á hliðinni. Fjölskylda Sverris fór fram á það að fingraför yrðu tekin af flöskunni og staupglösonum en það var ekki gert af einhverjum óskiljannlegum ástæðum.

Nokkrum vikum eftir hvarf Sverris hafði lögreglan samband við fjölskyldu hans og þeim gert það orð láta konuna í Norrænahúsinu í friði, hún væri nefnilega búin að þola nóg. Þau vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrir vegna þessarar orðsendingar og kannaðist ekkert þeirra við að hafa verið í neinum samskiptum við neinn hjá þeirri stofnun. Þegar farið var að athuga málið kom í ljós að forstöðumaður Norræna húsins hafði svipt sig lífi þremum vikum eftir hvarf Sverris og komst sá orðrómu á stað í kjölfarið að ástæðan væri sú að hann hefði ekið á Sverri og komið líki hans fyrir í rotþró undir kjallara húsins.

Varð orðrómurinn svo strekur að lögreglan fann sig knúna til þess að athuga það nánar og var meðal annars leitað hátt og lágt í Norræna húsnu og þar á meðal í áðunefndri rotþró. Ekkert fannst við þessa leit sem rendi stoðum undir þessar sögusagnir.

Fjölskylda Sverris var ósátt við rannsókn lögreglu og leit. Fannst eins og væri ekki hlustað á þau og leitin hefði ekki verið með nóg og skipulögðum hætti. Aldrei fannst neitt sem skýrt gat hvarf Sverris og eins kom aldrei í ljós hverjir það voru sem heimsóttu Sverrir kvöldið örlagaríka, enda var það eitthvað sem lögreglan athugaði aldrei eða reindi að komast á snoðir um. Garðar Kristinsson bróðir Sverris hafði farist með vélbát ári áður aðeins 16 ára gamall og var þetta því annað stóra höggið sem fjölskyldan varð fyrir á skömmum tíma. Lögreglan tekur að sjálfsögðu við ábendingum um málið sé einhver með upplýsingar.

Búir þú yfir upplýsingum eða vilt koma á framfæri ábendingu varðandi ofangreint, eða önnur mannshvörf er þér bent á að hafa samband með tölvupósti. Póstfangið er mannshvarf@gmail.com

Hvarf Friðriks Kristjánssonar rannsakað sem sakamál

 

The post Sverrir hvarf eftir að hann fór með ókunnugum mönnum appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652