Quantcast
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Fylgi Pírata minnkar um 3% – Miðflokkur og Samfylking auka fylgi sitt

 

Image may be NSFW.
Clik here to view.
Fylgi Pírata minnkar um 3% – Miðflokkur og Samfylking auka fylgi sitt

Könnunin var framkvæmd 12. til 19. ágúst s.l. og vekur það sérstaka athygli að fylgi Pírata hrapar niður um 3% en þeir ákváðu í kosningu í s.l. viku að hafna lýðræðislegri kosningu um Orkupakka ESB. Og mikil ólga og óánægja er á meðal margra flokksmanna Pírata um þá ákvörðun og hafa fyrrum flokksmenn þeirra m.a. sagt skilið við flokkinn opinberlega á netmiðlum. 

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 19,1% og er það óbreytt frá mælingu MMR í júlí. Fylgi Samfylkingar mældist 16,8% og jókst um rúm fjögur prósentustig frá síðustu mælingum. Þá minnkaði fylgi Pírata um um tæp þrjú prósentustig milli mælinga og mældist nú 11,3%

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 38,8%, samanborið við 40,3% í síðustu könnun.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 19,1% og mældist 19,1% í síðustu könnun.
Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 16,8% og mældist 12,4% í síðustu könnun.
Fylgi Miðflokksins mældist nú 13,0% og mældist 12,4% í síðustu könnnun.
Fylgi Vinstri grænna mældist nú 11,5% og mældist 12,5% í síðustu könnun.
Fylgi Pírata mældist nú 11,3% og mældist 14,1% í síðustu könnun.
Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 10,4% og mældist 8,3% í síðustu könnun.
Fylgi Viðreisnar mældist nú 9,3% og mældist 9,9% í síðustu könnun.
Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,1% og mældist 6,8% í síðustu könnun.
Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 2,9% og mældist 3,4% í síðustu könnun.
Fylgi annarra flokka mældist 1,6% samanlagt.

Image may be NSFW.
Clik here to view.
1908 Fylgi

Lagðar voru allt að þrjár spurningar fyrir svarendur um stuðning þeirra við stjórnmálaflokka. Allir voru spurðir spurningar

1: „Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?“. Þeir sem svöruðu „Veit ekki/óákveðin(n)“ við spurningu 1 voru því næst spurðir spurningar

2: „En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu?“. Ef aftur var svarað „Veit ekki/óákveðin(n)“ þá voru þátttakendur að lokum spurðir spurningar

3: „Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?“. Fjölda þeirra sem svaraði „einhvern hinna“ í spurningu 3 var skipt milli annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins í sama hlutfalli og fylgi þeirra var skv. spurningum 1 og 2. Samtals voru 79,4% sem gáfu upp afstöðu til flokka, aðrir kváðust óákveðnir (5,6%), myndu skila auðu (8,2%), myndu ekki kjósa (2,5%) eða vildu ekki gefa upp afstöðu sína (4,4%). Myndin sýnir niðurstöðu könnunar að viðbættum efri og neðri vikmörkum miðað við 95% öryggisbil ásamt samanburði við síðustu kannanir þar á undan.

Þróun yfir tíma

Image may be NSFW.
Clik here to view.
1908 Fylgi tími

 

Stuðningur við ríkisstjórnina

Image may be NSFW.
Clik here to view.
1908 Studningur

The post Fylgi Pírata minnkar um 3% – Miðflokkur og Samfylking auka fylgi sitt appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652