Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Mjög stór skriða féll úr fjall­inu við Reyn­is­fjöru í nótt

$
0
0

 

Mjög stór skriða féll úr fjall­inu fyr­ir ofan Reyn­is­fjöru í Mýr­dal í nótt og er sjór­inn brún­litaður á því svæði þar sem skriðan féll. Lög­regl­an á Suður­landi ít­rek­ar að aust­asti hluti Reyn­is­fjöru er lokaður al­menn­ingi

„Lög­regl­an á Suður­landi ít­rek­ar lok­un sína í aust­asta hluta Reyn­is­fjöru en þegar lög­regla kannaði svæðið snemma í morg­un kom í ljós að mjög stór hluti úr fjall­inu hafði þá ný­lega fallið í fjör­una og í sjó fram líkt og meðfylgj­andi ljós­mynd sýn­ir.

Er sjór­inn brún­litaður á því svæði þar sem skriðan féll. Lög­regl­an mun kanna málið nán­ar í dag ásamt sér­fræðing­um,“ seg­ir lög­reglan á Suður­landi.

Lög­regl­an á Suður­landi lokaði í gær af aust­asta hluta Reyn­is­fjöru vegna grjót­hruns úr berg­inu yfir fjör­unni. Tveir ferðamenn; karl­maður um tví­tugt og barn, höfðu slasast lít­il­lega þegar þeir fengu grjót yfir sig úr berg­inu. Fékk lög­regl­an einnig ábend­ing­ar um að svipað at­vik hefði átt sér stað á sunnu­dag.

The post Mjög stór skriða féll úr fjall­inu við Reyn­is­fjöru í nótt appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652