Borið hefur á því að einhverjum landsmönnum hafi borist falskir tölvupóstar sem sagðir eru koma frá ríkisskattstjóra, þar sem tilkynnt er um meinta endurgreiðslu.
Ríkisskattstjóri vill árétta að þessar sendingar eru ekki frá embættinu komnar.
Því er beint til fólks að opna ekki viðhengi eða hlekki í tölvupóstinum sem kunna að innihalda óværu. Vakni einhverjar spurningar má leita til þjónustuvers RSK í síma 442 1000 eða í netspjalli.
The post Svikapóstur í nafni ríkisskattstjóra – Tilkynnt um meinta endurgreiðslu appeared first on Fréttatíminn.