Haustið er uppáhalds tími margra tískuspekúlanta. Kaldara veðurfar býður upp á fleiri möguleika í klæðnaði og hægt er að para saman hinar og þessar flíkur. Haustið er einnig tími yfirhafna og í ár eru slár ofarlega á listanum. Slár setja fallegan svip á hvaða klæðnað sem er og svo er ekki verra að geta vafið sig í flík sem líkist teppi. Með því að eignast eina slá fyrir veturinn er að minnsta kosti hægt að halda kuldabola frá.
1. Svissneski tískubloggarinn, módelið og söngkonan Kristina Bazan í slá frá Chloe. Rendur og tvenns konar mynstur koma vel út í þessari samsetningu.
2. Tískubloggarinn Anouk Yve í fallegri slá með kögri frá Free People. Minnir óneitanlega á kimono sem hafa verið áberandi í tískuheiminum upp á síðkastið, en nú í notalegri útgáfu.
3. Slá frá Topshop. Létt og fallegt snið. Appelsínuguli liturinn fer vel saman við gráu tónana.
4. Hönnuðurinn og bloggarinn Chiara Ferragni í Albertaferetti slá á tískuvikunni í New York. Sannkölluð lúxus útgáfa af slá, enda af dýrari gerðinni.
5. Falleg slá frá Marlene Birger í afslöppuðum stíl. Þessi mun klárlega halda á manni hita í vetrarkuldanum.
6. Slá úr haustlínu Ralph Lauren 2015. Falleg og vönduð efni í kúrekalegum stíl.
7. Tískubloggarinn Sandra Hagelstam klæddist slá frá finnska hönnuðinum Ivana Helsinki á tískuvikunni í París fyrr á þessu ári. Svört, klassísk flík en kraginn og vasarnir setja skemmtilegan svip á heildarútlitið.
8. Djúpur blár litur verður áfram ráðandi í haust ásamt mynstrum. Þessi skemmtilega og litríka slá er frá bandaríska merkinu Amber Sakai.
The post Haustið er tími yfirhafna appeared first on FRÉTTATÍMINN.