Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Haustið er tími yfirhafna

$
0
0
Haustið er uppáhalds tími margra tískuspekúlanta. Kaldara veðurfar býður upp á fleiri möguleika í klæðnaði og hægt er að para saman hinar og þessar flíkur. Haustið er einnig tími yfirhafna og í ár eru slár ofarlega á listanum. Slár setja fallegan svip á hvaða klæðnað sem er og svo er ekki verra að geta vafið sig í flík sem líkist teppi. Með því að eignast eina slá fyrir veturinn er að minnsta kosti hægt að halda kuldabola frá.

Chloe : Outside Arrivals - Paris Fashion Week Womenswear Fall/Winter 2015/2016

1. Svissneski tískubloggarinn, módelið og söngkonan Kristina Bazan í slá frá Chloe. Rendur og tvenns konar mynstur koma vel út í þessari samsetningu.

Day 6  - Street Style - Paris Fashion Week - Womenswear Fall/Winter 2015/2016

2. Tískubloggarinn Anouk Yve í fallegri slá með kögri frá Free People. Minnir óneitanlega á kimono sem hafa verið áberandi í tískuheiminum upp á síðkastið, en nú í notalegri útgáfu.

22837 3. topshop

3. Slá frá Topshop. Létt og fallegt snið. Appelsínuguli liturinn fer vel saman við gráu tónana.

Street Style - Day 7 - New York Fashion Week Fall 2015

4. Hönnuðurinn og bloggarinn Chiara Ferragni í Albertaferetti slá á tískuvikunni í New York. Sannkölluð lúxus útgáfa af slá, enda af dýrari gerðinni.

Street Style - London Collections: WOMEN SS15 - September 12 To September 16, 2014

5. Falleg slá frá Marlene Birger í afslöppuðum stíl. Þessi mun klárlega halda á manni hita í vetrarkuldanum.

Ralph Lauren - Runway - Fall 2015 Mercedes-Benz Fashion Week

6. Slá úr haustlínu Ralph Lauren 2015. Falleg og vönduð efni í kúrekalegum stíl.

22837 7. Ivana Helsinki

7. Tískubloggarinn Sandra Hagelstam klæddist slá frá finnska hönnuðinum Ivana Helsinki á tískuvikunni í París fyrr á þessu ári. Svört, klassísk flík en kraginn og vasarnir setja skemmtilegan svip á heildarútlitið.

Street Style - Paris Collections: WOMEN SS15 - September 23 To September 01 October, 2014

8. Djúpur blár litur verður áfram ráðandi í haust ásamt mynstrum. Þessi skemmtilega og litríka slá er frá bandaríska merkinu Amber Sakai.

The post Haustið er tími yfirhafna appeared first on FRÉTTATÍMINN.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652