Dönsk stjórnvöld birtu í dag auglýsingar í dagblöðum í Líbanon þar sem skilaboðin til hælisleitenda og flóttamanna eru skýr: Ekki koma til Danmerkur. Í auglýsingunni eru talin upp atriði sem gera Danmörku að óheppilegum áfangastað fyrir flóttafólk, til að mynda nýlega löggjöf sem skilar mun minni félagslegum stuðningi, fimmtíu prósent minni en áður var, og kröfum um að hver sem vilji setjast að í Danmörku verði að læra dönsku.
Auglýsingin var birt í fjórum dagblöðum í Líbanon. Dönsk yfirvöld kallar þessar aðgerðir upplýsingaaðgerðir og hafa kostað um fimm milljónum íslenskra króna til birtinga í fjölmiðlum. Inger Støjberg, útlendinga- og aðlögunarráðherra landsins, segir nauðsynlegt að senda skýr merki og að ljóst eigi að vera hvernig reglurnar í Danmörku séu. 275 flóttamenn komu til landsins með ferju í gær og búist var við fleirum í dag.
Denmark trying to scare off would-be migrants with these ads in #Lebanon media: pic.twitter.com/8uQasJJBF6
— Sara Hussein (@sarahussein) September 7, 2015
The post Skilaboð Dana til hælisleitenda: Ekki koma hingað appeared first on FRÉTTATÍMINN.