Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Guðbjartur glímir við krabbamein

$
0
0

Guðbjartur Hannesson alþingismaður var ekki viðstaddur setningu Alþingis í morgun og tekur ekki sæti á þingi á fyrstu vikum þess. Hann greindist með krabbamein í sumar og er í meðferð við því. Ólína Þorvarðardóttir tók sæti Guðbjarts í dag.

Guðbjartur greindi frá veikindum sínum á Facebooksíðu sinni í gærkvöld.

„Fljótt skipast veður í lofti og ljóst er að ég mæti ekki til Alþingis á þingsetningardaginn á morgun né fyrstu vikur þingsins. Ástæðan er að um miðjan júlí greindist ég með krabbamein og er að slást við það þessa dagana og vikurnar,“ skrifaði Guðbjartur.

„Ég treysti á að Alþingi standi sig í erfiðum störfum framundan, leggi áherslu á afkomu þeirra sem minnst hafa og gæti hags barna, öryrkja og eldri borgara. Þá leggi þingið áherslu á aukið samstarf stjórnar- og stjórnarandstöðu, en ég minni á að samstarf þýðir að leita saman að bestu lausnum, en ekki að meirihlutinn einn ráði.
Við höfum mörg dæmi frá síðasta þingi þar sem þingmál voru stórbætt með umræðu í þingsal, vinnu í nefndum og harðri gagnrýni einstaklinga og hópa. Það er verkefni allra þingmanna að tryggja bestu niðurstöðuna hverju sinni og lýðræðislega aðkomu almennings að málum. Stjórnarskrárbreytingar eru þar gríðarlega mikilvægar.

Ég treysti á að Alþingi ræki skyldur sínar við íbúa þessa lands en jafnframt og ekki síður axli með þjóðinni þá samábyrgð sem við höfum sem þjóð meðal þjóða í alþjóðlegu samstarfi, þróunarsamvinnu, móttöku flóttamanna, hælisleitenda o.fl. Ísland er rík þjóð sem getur skipt þjóðaauðnum miklu jafnar og betur og tryggt öllum góða afkomu. Vilji er allt sem til þarf,“ segir Guðbjartur Hannesson.

The post Guðbjartur glímir við krabbamein appeared first on FRÉTTATÍMINN.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652