Tekjur af virkjuninni eru áætlaðar 2,0 milljarðar íslenskra króna á ári
Jörðin Hemrumörk er ein af sjö jörðum í einkaeigu sem á land að Hólmsá þar sem Landsvirkjun í samvinnu við Orkusöluna stefna að því að reisa Hólmsárvirkjun. Samið hefur verið við eigendur jarðarinnar um nýtingu á vatnsréttindum hennar og koma þeir til með að hljóta tekjur til allt að 50 ára af réttindunum.
Keypti jörðina árið 2015

Samkvæmt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, er jörðin í eigu konunnar hans, Ágústu Þóru Johnson, en hann segir:
„Jörðin sem um ræðir er skógræktarjörð sem tengdaforeldrar mínir hafa ræktað upp síðan 1982. Félag, sem er í eigu Ágústu, keypti jörðina árið 2015 en hún hafði verið til sölu í nokkur ár þar á undan.“
Áður hefur verið fjallað um Búlandsvirkjun í sambandi við þau hjónin og hefur ráðherra sent frá sér tilkynningu hvað hana varðar. Honum hefur þó láðst að nefna þær hundruðir milljóna sem félag í eigu konu hans má vænta í tekjur af vatnsréttindum á jörðinni Hemrumörk þegar virkjunin við Hólmsá verður að veruleika.
Rannsóknarleyfi fyrir Hólmsárvirkjun var fengið árið 2009 og hefur virkjunin því lengi verið í bígerð. Þetta er samstarfsverkefni milli Landsvirkjunar og Orkusölunnar og er áætlað uppsett afl hennar 65 MW og orkugeta 450 GWst á ári.
Tekjur af slíkri virkjun eru því áætlaðar 2,0 milljarðar íslenskra króna á ári og njóta eigendur vatnsréttinda góðs af þeim þar sem í þeirra hlut kemur 2,5% – 10% af brúttó sölutekjum til allt að 50 ára. Fari rafmagnsverð hækkandi, t.d. með innleiðingu orkupakka Evrópusambandsins, kemur því meira í þeirra hlut. Eins og áður segir gæti orkupakki 3, líklega skilað meira en 625 milljónum í vasa utanríkisráðherra og konu hans? Miðað við forsendurnar í dag, verði hann samþykktur.
Nú hafa Orkusalan og Landsvirkjun gert samninga við þær sjö jarðir í einkaeigu (ein jarðanna er í ríkiseigu) sem eiga land að Hólmsá, eitthvað sem utanríkisráðherra ætti að vera meðvitaður um þar sem samningurinn var gerður við félag konu hans og því er undarlegt að hann skuli ekki hafa nefnt þetta í yfirlýsingu sinni um Búlandsvirkjun.
Ef miðað er við að samið hafi verið um 5% af brúttó sölutekjum þá gæti heildarhlutur ráðherrahjónanna numið 625 milljónum (á 50 árum) og enn meira ef rafmagnsverð hækkar. Þetta eru því umtalsverðar upphæðir sem um ræðir og það er jafnframt til mikils að vinna fyrir eigendur vatnsréttinda að raforkuverð fari almennt hækkandi því þá stækkar þeirra hlutur líka.
Heimildir:
[1] https://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/leit/kennitala/4805033250
[1] https://orkustofnun.is/media/2009/LV_RARIK_Holmsa_21082009.pdf
[1] https://www.orkusalan.is/virkjun/holmsarvirkjun
[1] http://www.ramma.is/media/kynningar-i-ra3/20150302-Holmsarvirkjun—Kynning-Landsvirkjunar.pdf
[1] Miðað við heildsöluverð fyrir almenningsveitur.
The post Skilar orkupakki 3, 625 milljónum í vasa utanríkisráðherra? appeared first on Fréttatíminn.