Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Lægðagangur er í Atlantshafi – Næturfrost um helgina

$
0
0

 

Talsverður lægðagangur er nú í Atlantshafi, en hæð við Íberuskaga beinir lægðunum að mestu leyti til norðurs. Þær eru þó ekki fullþroskaðar haustlægðir, og því að mestu meinlausar.  Í dag gengur lægð til norðurs á milli Íslands og Noregs, með norðanátt og fremur svölu lofti. Rigningu eða súld norðantil, einkum við Húnaflóa og á norðanverðum Vestfjörðum en skúrir syðra. Hæglætis veður um helgina en síðan eru nokkrar líkur á að lægirnar nái suðurströndinni hver á eftir annari í næstu viku. Segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Veðurhorfur á landinu
Norðaustanátt, 8-15 um vestanvert landið en hægari norðlæg átt annars staðar. Rigning eða súld norðvestantil en skúrir í öðrum landshlutum, einkum síðdegis. Norðvestlægari vindur á morgun, og lítilsháttar væta norðantil annars þurrt að kalla, en síðdegisskúrir syðst. Hiti 4 til 12 stig en heldur svalara á morgun. Spá gerð: 30.08.2019 05:13. Gildir til: 31.08.2019 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Norðan og norðvestan 5-13 m/s, hvassats norðaustantil. Víða þurrt, en súld með köflum við norðurströndina í fyrstu og skúrir á Suðurlandi, einkum síðdeigs. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast suðvestantil, en næturfrost um norðanvert landið.

Á sunnudag:
Norðvestan 5-10 m/s og lítilsháttar rigning eða skúrir, en bjartviðri sunnan- og suðaustanlands. Hiti breytist lítið.

Á mánudag:
Hæg breytileg átt og bjart með köflum, en norðvestan 5-10 og dálítil væta við norðurströndina, einkum austantil. Hiti víða 4 til 10 stig.

Á þriðjudag:
Austlæg átt og skýjað með köflum, en dálítil rigning suðaustantil. Hiti 6 til 11 stig að deginum.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir hæga breytileg átt. Víða skýjað með köflum en úrkomulítið. Hiti yfirleitt 3 til 7 stig en að 12 stigum syðst.

Á fimmtudag:
Líkur á vaxandi sunnanátt með rigningu, fyrst SV-til, en lengst af þurrt norðaustanlands. Heldur hlýnandi.
Spá gerð: 29.08.2019 20:48. Gildir til: 05.09.2019 12:00.

 

The post Lægðagangur er í Atlantshafi – Næturfrost um helgina appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652