Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Gul viðvörun vegna veðurs: Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói

$
0
0

 

Mikil rigning (Gult ástand) 18 sep. kl. 12:00 – 19 sep. kl. 12:00
Talsverð eða mikil rigning. Búast má við auknu afrennsli sem veldur álagi á fráveitukerfi og getur valdið tjóni og raskað samgöngum. Fólk er hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón.

Suðurland – Mikil rigning (Gult ástand) 18 sep. kl. 12:00 – 19 sep. kl. 15:00
Talsverð eða mikil rigning. Búast má við auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum og getur valdið tjóni og raskað samgöngum. Einnig er aukið álag á fráveitukerfi. Fólk er hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón.

Faxaflói  Mikil rigning (Gult ástand) – 18 sep. kl. 10:00 – 19 sep. kl. 15:00
Talsverð eða mikil rigning. Búast má við auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum og getur valdið tjóni og raskað samgöngum. Einnig er aukið álag á fráveitukerfi. Fólk er hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón.

Veðurhorfur á landinu
Hægt vaxandi austanátt í kvöld og skúrir á Suðausturlandi, en annars þurrt. Suðaustan og austan 8-15 m/s á morgun, en 15-20 með suðurströndinni þangað til síðdegis. Víða rigning, talsverð á suðurhelmingi landsins. Hiti 6 til 11 stig yfir daginn.
Spá gerð: 17.09.2019 15:31. Gildir til: 19.09.2019 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Sunnan 8-13 og talsverð rigning. Styttir upp á norðaustanverðu landinu um kvöldið. Hiti 8 til 14 stig.

Á föstudag og laugardag:
Suðlæg átt og rigning og úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast á norðausturlandi.

Á sunnudag:
Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt og dálítil væta sunnan- og vestanlands. Hiti 6 til 13 stig.

Á mánudag (haustjafndægur):
Útlit fyrir austlæga átt með vætu og mildu veðri.

The post Gul viðvörun vegna veðurs: Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652