Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

140 liðsmenn flughersins og sex F-35 orrustuþotur á Íslandi

$
0
0

 

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju með komu flugsveitar ítalska flughersins til Íslands í næstu viku. Um 140 liðsmenn ítalska flughersins taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center). Flugsveitin kemur til landsins með sex F-35 orrustuþotur.

Gert er ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 26. september til 4. október. Loftrýmisgæslan verður í samræmi við loftrýmisáætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland og fyrirkomulagið verður með sama hætti og verið hefur.

Flugsveitin verður með aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli en þetta er í annað sinn á þessu ári sem ítalski flugherinn er hér á landi við loftrýmisgæslu. Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki fyrir lok október.

Landhelgisgæsla Íslands annast verkefnið í samvinnu við Isavia.

The post 140 liðsmenn flughersins og sex F-35 orrustuþotur á Íslandi appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652