Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Lykillinn að hamingjunni

$
0
0

Eitt mikilvægasta skrefið í átt að hamingjunni er að átta sig á því að hamingjan veltur á okkur sjálfum. Þetta segir sálfræðingurinn og metsöluhöfundurinn Dr. Tal Ben-Shahar en hann hefur kennt til fjölda ára við Harvard svonefnd „Hamingjuvísindi“ eða „Positive Psychology“.
Ben-Shahar http://http://www.talbenshahar.com/ lýsir því í bók sinni „Beeing Happy“  hvernig eftirfarandi sex atriði geta auðveldlega veitt okkur aðgang að hamingjunni.

1. Þakkaðu fyrir mistökin.
Það er mjög mikilvægt að við lærum að fyrirgefa sjálfum okkur og áttum okkur á því að við erum mannleg. Við verðum að temja okkur að líta á mistök sem hvert annað þrep á þroskaferlinu. Við eigum ekki aðeins að læra að fyrirgefa okkur mistökin, við eigum að fagna þeim! Neikvæðar hugsanir, sorg, depurð og leiði eru jafn mikilvægur hluti af tilverunni og jákvæðar hugsanir, hamingja og sæla. Ef við tökum erfiðleikum og þeim tilfinningum sem þeim fylgja með opnum huga og sættum okkur við að þær eru hluti af tilverunni, njótum við gleðistundanna betur.

2. Ekki taka neinu sem sjálfsögðum hlut.
Þakkaðu fyrir allt, það litla og það smáa. Lærðu að sjá lífið sem gjöf sem er ekki sjálfsögð.

3. Aðlögunarhæfni.
Hamingja okkar veltur á okkur sjálfum, ekki umhverfinu. Við þurfum að taka því sem kemur með jafnaðargeði og læra að fara nýjar leiðir reynist þær upphaflegu vera lokaðar. Aðlögunarhæfi er nokkuð sem við þurfum að læra en hún veitir okkur náttúrulega mótstöðu gegn álagi, hverskyns áföllum og missi. Að geta lagað sig að aðstæðum er hæfileiki sem allir ættu að temja sér því hann er einn sá mikilvægasti þegar kemur að hamingjuleitinni.

4. Stundaðu íþróttir.
Það er alls ekki nauðsynlegt að fara í líkamsrækt á hverjum degi eða hlaupa tíu kílómetra á dag. Að hreyfa sig, á sínum hraða, í 30 mínútur á dag kemur endorfíninu af stað, gleðihormóninu sem lætur hamingjuna flæða um líkamann.

5. Einfaldaðu lífið.
Við eigum að finna það sem okkur langar virkilega til að gera og einbeita okkur að því, hvort sem um er að ræða atvinnu, íþróttir eða frístundir. Að reyna að komast yfir of mikið í lífinu í einu getur dregið úr okkur orku. Þegar við erum að borða, leika okkur eða stunda áhugamál, þá eigum við að slökkva á símanum og einbeita okkur að því og engu öðru.

6. Lærðu að hugleiða.
Samkvæmt Ben-Shahar er hugleiðsla einfaldasta og besta meðalið gegn stressi. Þeir sem stunda hugleiðslu eiga auk þess auðveldara en aðrir með að takast á við álag og erfiðleika og hugleiðsla kennir okkur að vera við sjálf undir hvaða kringumstæðum sem er. Hugleiðsla er þar að auki ein besta leiðin til að beina hugsunum okkar frá neikvæðni og að jákvæðni.

 

 

The post Lykillinn að hamingjunni appeared first on FRÉTTATÍMINN.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652