Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Kínverskir tískurisar sækja Ísland heim

$
0
0

„Ísland er einstakt land að heimsækja, Íslendingar eru opnir og vinalegir,“ segir Jing Li, ritstjóri Marie Claire í Kína. „Ég hef ferðast víða um heiminn en ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki að Ísland væri svona mikið öðruvísi. Ég elska allt við Ísland, fólkið og sérstaklega matinn þar sem skammtarnir eru svo stórir,“ segir Gang Dong, ritstjóri Harper´s Baazar í Kína. Þau eru öll sammála um fegurð landsins en þau heilluðust einnig af því hversu hljóðlátt er hér. „Ef ég væri að leita að stað til að fela mig á yrði Ísland fyrir valinu,“ segir Jing Li og hlær.

Jing Li, ritstjóri Marie Claire í Kína.
Jing Li, ritstjóri Marie Claire í Kína.

Einstakt að sjá hraun í gróðurhúsi

Í Íslandsferðinni kynntu þau sér starfsemi Bioeffect og heimsóttu meðal annars gróðurhúsið í Grindavík þar sem EGF frumuvakinn er ræktaður í byggplöntum. „Það var einstakt að sjá ræktunina með eigin augum,“ segir Jing Li. „Ég hef áður komið inn á ýmsar rannsóknarstofur í snyrtivöruheiminum en aldrei í gróðurhús, þetta var því mjög sérstök upplifun, allt var svo hreint og tært. Það kom einnig á óvart að ekki er notast við mold við ræktun byggsins, heldur hraun úr Heklu. Það heillaði mig einnig að öll framleiðslan er innlend,“ segir Gang Dong.

Hópurinn tók sér góðan tíma til að ferðast um landið. Hér má sjá Pearl Shang sem sér um dreifingu Bioeffect í Kína, Kristin Grétarsson, forstjóra Bioeffect, Yi Shen, ritstjóra Modern Weekly, Mao Wu yfirhönnuð hjá Only Lady í Kína, Gang Dong, ritstjóra Harper‘s Bazaar, Lan Ma, eiginkonu hans og Jing Li, ritstjóra Marie Claire.
Hópurinn tók sér góðan tíma til að ferðast um landið. Hér má sjá Pearl Shang sem sér um dreifingu Bioeffect í Kína, Kristin Grétarsson, forstjóra Bioeffect, Yi Shen, ritstjóra Modern Weekly, Mao Wu yfirhönnuð hjá Only Lady í Kína, Gang Dong, ritstjóra Harper‘s Bazaar, Lan Ma, eiginkonu hans og Jing Li, ritstjóra Marie Claire.

Rík tískumeðvitund á Íslandi

Jing Li segir að tískumeðvitund Kínverja hafi farið seint af stað og hafi hingað til einkennst af því að elta tískutrendin í Evrópu, það sé hins vegar að breytast núna. „Við viljum verða leiðandi afl í tískuheiminum.“ Jing Li segir það heillandi hvernig náttúran og loftslagið endurspeglast í íslenskri tísku. „Íslendingar eru greinilega með puttann á púlsinum þegar kemur að tísku.“

„Við viljum verða leiðandi afl í tískuheiminum.“

„Það er einnig magnað hvernig svona lítið land getur verið virkt á snyrtivörumarkaðnum og ég held að íslenskar snyrtivörur eigi mikið erindi á kínverskum markaði, sérstaklega á kaldari svæðum,“ bætir Gang Dong við. Að sögn Li og Dong er kínverski húðvörumarkaðurinn ansi þéttskipaður og það er erfitt fyrir nýja aðila að komast inn á markaðinn. Aðspurður um hvort búast megi við því hvort Kínverjar muni brátt nota íslenskar húðvörur segir Gang Dong að Kínverjar þurfti fyrst að fræðast meira um Ísland og íslenska menningu. „Íslenskar bækur og kvikmyndir eru ekki fáanlegar í Kína og auk þess er Björk bönnuð. Kínverjar eru samt sem áður áhugasamir um Ísland svo það er aldrei að vita hvað framtíðin mun bera í skauti sér.“

 

The post Kínverskir tískurisar sækja Ísland heim appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652