Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Blóðleysi vegna járnskorts

$
0
0

Blóðleysi felur í sér skort á rauðum blóðkornum. Ef rauðu blóðkornin eru of fá eða starfa ekki sem skyldi koma fram einkenni súrefnisskorts, t.d. þreyta og slappleiki. Rauðu blóðkornin eru framleidd í beinmerg og lifa í u.þ.b. 4 mánuði. Til framleiðslunnar þarf m.a. járn, B12 vítamín og fólínsýru. Ef eitthvert þessara efna vantar eða er í litlum mæli í líkamanum minnkar framleiðsla rauðu blóðkornanna með tímanum og einkenni blóðleysis koma fram.

Hverjar eru orsakir járnskorts?

Járnsnautt fæði: Sérstaklega hjá grænmetisætum vegna þess að okkar aðal járnuppspretta er kjöt. Ungbörn, einkum þau sem eru fædd fyrir tímann, geta þjáðst af járnskorti fyrst um sinn vegna þess að járnbirgðirnar eru ekki nægar, en þær byggjast upp á mánuðunum fyrir fæðingu.

Aukin þörf: Verður vegna aukinna frumuskiptinga, t.d. á meðgöngu og á vaxtarskeiði barna.

Minnkuð upptaka frá meltingarvegi: Smáþarmasjúkdómar geta orsakað minnkaða upptöku næringarefna frá smáþörmum, t.d. glútenóþol (Coeliak sjúkdómur) eða svæðisgarnabólga (Crohns sjúkdómur)

Járnskortur af óþekktum uppruna: Alltaf skal leita læknis þar sem orsökin getur verið sár í meltingarvegi sem eiga uppruna sinn í sepum eða krabbameini.

Hvað er til ráða?

  • Borða fjölbreytt fæði.
  • Hafa augun opin fyrir því hvort járnþörfin verði meiri á vissum tímum. Þetta á einkum við um konur.
  • Veita einkennum athygli og leita læknis.
  • Konum með járnskort sem hyggja á barneignir er bent á að tala við lækni.

Heimild: doktor.is

The post Blóðleysi vegna járnskorts appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652