Myndir af Renée Zellweger voru teknar í síðustu viku í London þar hún var við tökur á þriðju kvikmyndinni um Bridget Jones sem frumsýnd verður að ári. Kvikmyndin ber titilinn Brigdet Jones’s Baby og á myndunum af dæma er Brigdet vel á veg komin. Ekkert hefur verið gefið upp um faðernið og velta aðdáendur fyrir sér hvort Mark eða Daníel sé faðirinn. Hugh Grant hafnaði hinsvegar hlutverki í myndinni og því líklegt að Daníel sé horfinn úr lífi Brigdet. Patrick Dempsey, sem er þekktur fyrir hlutverk McDreamy í Grey’s anatomy, var ráðinn í hans stað. Lítið sem ekkert hefur verið gefið upp um hutverk hans þó megi leiða að því líkur að það snúist um að flækja málin fyrir Bridget og Mark. Að sjálfsögðu fer Renée Zellweger með hlutverk Bridget Jones, en lítið hefur farið fyrir leikkonunni síðustu ár þar sem hún tók sér nokkra ára hlé frá kvikmyndaleik. Colin Firth mun áfram fara með hlutverk Mark Darcy sem sumir hafa áhyggjur að muni deyja í myndinni eins og gerist í þriðju bókinni um Bridget Jones, Mad about the Boy. Hinsvegar hefur því verið ljóstrað upp að myndin er ekki byggð á þeirri bók heldur blaðadálki Helen Fielding, höfundi Bridget Jones bókanna. Sagan mun gerast á tímanum milli annarrar bókar og þriðju.


The post Bridget Jones ófrísk í London appeared first on Fréttatíminn.