Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Íslenskir bruggarar í góðum félagsskap

$
0
0

Borg brugghúsi var á dögunum boðið að taka þátt í mikilli bjórhátíð í London. Hátíðin var haldin á nokkrum börum þar í borg á vegum The Craft Beer Co. og fóru Borgar-menn með tólf tegundir af bjór sínum sem kynntir voru á hátíðinni og eru nú til sölu á þessum börum.

23307 bjór í london 04

Fréttatíminn fylgdist með hátíðinni eins og kom fram í blaðinu í síðustu viku. Íslensku bjórararnir vöktu mikla lukku og búast má við því að hátíðin skili frekari útbreiðslu Borgar-bjóra á næstunni.
En London-ferðin var ekki bara til þess að semja um dreifingu á Borgar-bjórunum heldur voru bruggararnir líka að stofna til viðskiptasambanda við erlenda kollega sína, rétt eins og kom fram í máli Árna Long, bruggmeistara Borgar, í blaðinu í síðustu viku. Og ekki vantaði áhugaverð brugghús sem Borg deildi sviðinu með. Á sama bar og íslensku bjórararnir voru kynntir voru önnur skandinavísk brugghús að kynna sína bjóra. Af þeim má nefna sænska brugghúsið Dugges sem kynnti flotta súrbjóra – rabarbara-, kirsuberja- og ástaraldins-súrbjór. Eins var 7 Fjell frá Bergen í Noregi afar athyglisvert. Á öðrum stað voru nokkur bandarísk brugghús, til að mynda Funky Buddha, Cigar City og Other Half.

23307 bjór í london 03

„Þetta voru allt mjög frambærileg brugghús,“ segir Árni um kollega sína. Forsvarsmenn Borgar hafa staðfest að von sé á erlendum bruggurum hingað til lands á næstunni til að brugga með Árna og Valgeiri í Borg en ekki hefur fengið staðfest um hvaða brugghús er að ræða. Freyr Rúnarsson, bjórstjóri á Skúla, staðfestir hins vegar að tvö brugghús komi hingað á næstunni, en Freyr sótti hátíðina í London.

„Þeir í 7 Fjell ætla að koma í desember og við gerum eitthvað jólalegt með þeim. Svo eftir áramót á ég von á því að Other Half komi hingað. Það var fimmta besta nýja brugghús í heimi árið 2014, samkvæmt Ratebeer. Þeir hafa sýnt því mikinn áhuga að koma hingað.“

The post Íslenskir bruggarar í góðum félagsskap appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652