Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Forlagið neitar að tjá sig um rithöfundinn Evu Magnúsdóttur

$
0
0

Í Fréttatímanum á föstudaginn birtist viðtal við Evu Magnúsdóttur, höfund skáldsögunnar Lausnarinnar, sem forlagið gefur út. Eftir birtingu viðtalsins virðist sem svo að Eva Magnúsdóttir sé ekki til og myndin sem fylgdi var tekin úr myndaveitu á netinu. Allar upplýsingar um höfundinn, netfang og mynd voru fengnar í gegnum kynningarstjóra Forlagsins, Árna Þór Árnason, sem, eftir að upp komst um málið, fullyrðir að hann hafi ekki vitað betur en að um mynd af viðkomandi höfundi væri að ræða. „Ég er alveg við endann á færibandinu og ekkert óvenjulegt að ég tali við höfunda bara í gegnum tölvupóst. Það var náttúrulega ekki áætlunin að blekkja þig,“ segir hann.

„Ég veit ekkert um málið,“ segir Sigþrúður Gunnarsdóttir, ritstjóri hjá Forlaginu, sem ritstýrði Lausninni. „Ég fæ í hendurnar handrit til að ritstýra og netfang til að skrifast á við manneskju sem ég hef ekki séð og vissi ekki betur en að hennar rétta nafn væri Eva Magnúsdóttir. Eftir því sem ég best veit þekkir enginn rétt nafn höfundarins nema Jóhann Páll Valdimarsson.“

Jóhann Páll Valdimarsson.
Jóhann Páll Valdimarsson.

Leitað var svara hjá Jóhanni Páli Valdimarssyni, útgefanda hjá Forlaginu, sem neitaði að tjá sig um málið: „Við erum bundin trúnaði við höfund og tjáum okkur ekki um málið,“ var hans eina svar.

Hér má lesa viðtalið við höfund Lausnarinnar.

The post Forlagið neitar að tjá sig um rithöfundinn Evu Magnúsdóttur appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652