Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Draumur allra ferðalanga

$
0
0

Ný og betrumbætt útgáfa af Toyota Land Cruiser 150, hinum sívinsæla „Íslandsbíl“, er með vél sem uppfyllir nýjustu mengunarstaðla og eyðir þar að auki 10% minna. Land Cruiser-inn er fyrir löngu búinn að sanna sig sem einhver besti ferðabíll sögunnar enda vandfundinn þægilegri ferðafélagi.

Það valtar engin yfir þig ef þú ert á Toyota Land Cruiser, svo mikið er víst. Þetta er stór bíll, risastór. Þetta er ekki aldrifsbíll sem reynir að vera hvorutveggja í senn, jeppi og bæjarbíll, heldur er þetta alvöru torfærujeppi sem kemst hvert á land sem er og meira en það. Hann kemst yfir fjöll og ár og örugglega jökla og spúandi eldfjöll líka. Og eyðimerkur, enda er Land Cruiserinn vinsælasti jeppinn í Sádi-Arabíu. Það er ekki skrítið að Íslendingar hafi tekið ástfóstri við þennan risajeppa, því hann getur tekist á við allar mögulegar íslenskar aðstæður og á sama tíma er gott að keyra hann í borginni. Þetta er ekki jeppi til að skjótast um í stórborgum, en hann er fínn í Reykjavík og kannski ekki skrítið að hann sé kallaður Íslandsbíllinn, meðal ákveðins hóps sem notar bílaslangur.

Ný útgáfa eyðir 10% minna

Land Cruiser-inn er sá bíll sem Toyota hefur verið með hvað lengst í framleiðslu, sleitulaust síðan 1951, en það er helst að frétta að endurbætt útgáfa sem nú er hægt að nálgast á Íslandi er með 2,8 l vél sem uppfyllir nýja mengunarstaðalinn, Euro 6. Þessa endurbætta útgáfa eyðir auk þess 10% minna og er með 6 þrepa sjálfskiptingu. Bíllinn er um sekúndu lengur í 100 km/klst en eldri útgáfan en á móti kemur að nýja vélin gefur meira tog en sú gamla. Hönnuðir bjóða ekki upp á neinar útlitsbreytingar að þessu sinni svo bíllinn heldur sínu ágæta útliti.

23271 Toyota Land Cruiser

 

Gott útsýni úr öllum sætum

Þar sem bíllinn er stór er hann vitaskuld líka þungur en það er samt ekkert sem íþyngir við keyrslu þessarar lúxuskerru. Hann er mjúkur og einstaklega þægilegur og hreinlega hrópar á að farið sé með hann út fyrir borgarmörkin í ferðalag um fjöll og firnindi. Það er óhætt að segja að þægilegri ferðabíll sé vandfundinn. Hann er ekki bara þægilegur í upphituðum rafstýrðum fjöldastillingar leðursætunum þar sem útsýnið er með besta móti heldur er hann alveg jafn þægilegur og með alveg jafn gott útsýni aftur í, sem er hreint ekki gefið. Farangursrýmið er jafn stórt og bíllinn gefur til kynna utan frá og er auk þess þægilega aðgengilegt að innan jafnt sem utan og kallar hreinlega á að vera fyllt af útilegudóti áður en haldið er á vit ævintýranna. Þessi bíll hlýtur að vera draumur allra ævintýraþyrstra ferðalanga.

23271Toyota Land Cruiser

23271 Toyota Land Cruiser
Verð: frá 8.820.000
Eyðsla: frá 7,4 l/100
Afl: upp í 281 din hö
CO2: frá 192 g/km

Land Cruiserinn býður upp á ýmsar góðar öryggisvarnir sem staðalbúnað. DAC-kerfið sem stjórnar hraða niður brekkur, stöðugleikastýringu, blindsvæðaskynjara, viðvörunarkerfi við umferð að aftan og 7 loftpúða.

 

Svipaðir bílar:
Range Rover
Land Rover Discovery
Jeep Wrangler
Mitsubishi Pajero
Nissan Patrol

The post Draumur allra ferðalanga appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652