Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Fimm áhugaverðar Pinterest síður

$
0
0

Í dag er 100 milljón notendur á Pinterest en í upphafi þurfti stofnandinn Ben Silbermann að ganga um götur og sannfæra ókunnugt fólk um að nota Pinterest.

Hann náði í fyrstu notendur síðunnar með því að spjalla við ókunnuga á kaffihúsum og á götum Palo Alto í Silíkondal. Klæddur stuttermabol merktum Pinterest bað hann fólk á förnum vegi að prófa síðuna og koma með athugasemdir. Hann fór líka reglulega í Apple búðina í  Palo Alto og með snörum handtökum gerði Pinterest að upphafssíðu í hverjum vafra, áður en starsfólkið áttaði sig og sparkaði honum út. Hugmyndin var að ná athygli viðskiptavina þegar þeir væru að skoða Apple tölvurnar og Pinterest síðan birtist á skjánum.

Hugmynd Ben Silbermann var endurskapa á internetinu þá upplifun að ganga inn í verslun, á safn, eða í bókabúð og uppgötva þar nýja hluti. Fram að því þurfti fólk að vita að hverju það væri að leita á internetinu en Ben vildi  fólk gæti fundið eitthvað sem það vissi ekki að það væri að leita að. Á Pinterest getur fólk safnað saman myndum héðan og þaðan af netinu sem veita þeim, jafnt sem öðrum innblástur að ýmsum verkefnum. En grunnhugmyndafræði Pinterest snýst um að hvetja fólk til að gera hluti og eyða minni tíma á netinu.

Hér eru 5 notendur á Pinterest sem vert er að fylgja til að fá innblástur.

Pin- Deliciously Ella
  1. Deliciously Ella – Uppskriftir af hollum og góðum mat frá breska ástríðukokkinum og bloggaranum Ellu. Pin Justina
  2. Justina Blakeney – Myndir og hugmyndir fyrir falleg og litrík heimili í hippalegum bóhemastíl.Pin Svana
  3. Svart á hvítu – Pinterest síða Svart á hvítu af trendnet.is. Þar er að meðal annars að finna myndir af skandinavískri og íslenskri innanhúshönnun.Pin travel
  4. Travel Tips – Hjónin Caz og Craig fóru í fimm ára brúðkaupsferð um allan heim og luma því á heilmikið af góðum ferðaráðum. Pin Grey
  5. Matters of Grey – Star Wars, tækni og nördahúmor er meðal þess sem má finna á síðunni Matters of Grey.

 

 

The post Fimm áhugaverðar Pinterest síður appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652