Beinþynning var á meðal umræðuefna og tók Gígja Þórðardóttir á móti Halldóru Björnsdóttur, framkvæmdastjóra Beinverndar og Hildi Gunnarsdóttur sem greindist með beinþynningu, einungis 37 ára gömul og hefur þurft að laga líf sittað brothættum beinum. Hildur var einnig í viðtali í Fréttatímanum um helgina sem lesa má hér.
Sjúkraþálfarahornið var á sínum stað og að þessu sinni talaði Hildur Kristín Sveinsdóttir um áhrif spjaldtölvu- og snjallsímanotkunar á stoðkerfi barna og unglinga, en sífellt fleiri ungmenni leita til sjúkraþjálfara vegna háls og höfuðverkja. Einnig var fjallað um forvarnarvikuna, viku 43, og Hrefna Sigurjónsdóttir frá Heimili og skóla talaði um sjálfsmynd unglinga og barna.
Teitur Guðmundsson læknir var svo að lokum með stutt innlegg um stoðkerfið og mikilvægi þess að passa upp á líkamann.
The post Heilsutíminn: Allt um stoðkerfið appeared first on Fréttatíminn.