Aðeins eru tveir mánuðir þar til ný Star Wars kvikmynd kemur í kvikmyndahús. Þriðja og síðasta stiklan fyrir myndina er nú komin í umferð á netinu og óhætt er að segja að viðbrögðin hafi verið góð. Harðir aðdáendur Star Wars-myndanna segjast sumir hafa fellt tár við áhorf á stikluna og margir eru farnir að telja dagana fram að frumsýningu.

Opinber frumsýningardagur The Force Awakens er 17. desember en Sambíóin verða með miðnætursýningar miðvikudagskvöldið 16. desember. Miðasala er hafin hér.
Ítarleg umfjöllun um nýju stikluna er á vef breska blaðsins Telegraph. Mikil leynd ríkir um umfjöllunarefni myndarinnar og í grein Telegraph er reynt að varpa ljósi á það hverju við megum eiga von á. Á vef The Guardian er líka áhugaverð umfjöllun um stikluna.
The post Aðeins tveir mánuðir eftir: Sjáðu síðustu Star Wars-stikluna appeared first on Fréttatíminn.