Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Snjall armband til hjálpar hungruðum börnum

$
0
0

 

UNICEF í Bandaríkjunum hefur hafið sölu á sérstöku snjall armbandi fyrir krakka sem heitir Kid Power, sem gerir talsvert meira en að telja skref. Með því að ljúka verkefnum sem krökkunum eru gefin í gegnum snjallforrit í armbandinu veita þau börnum í neyð raunverulega mataraðstoð. Snjallforritið virkar eins og tölvuleikur þar sem krakkarnir læra um ólík menningarsvæði og þegar ákveðnum stigafjölda hefur verið náð losnar um fjárstyrkri frá fyrirtækjum, foreldrum og fleirum sem UNICEF notar til mataraðstoðar. Hvert skref sem armbandið mælir gefur stig, það að eina sem krakkarnir þurfa að gera er að hreyfa sig til að fæða hungrað barn. Hugmyndin er að slá tvær flugur í einu höggi, hvetja börn til hreyfingar og hjálpa börnum í neyð.

Nokkur aukaskref á dag geta bjargað lífi.

ammunition-unicef-kid-power-band-wearable-designboom-05-818x460

Það þótti mikilvægt að armbandið væri flott til þess að krakkarnir vildu nota það og því öllu tjaldað til og hönnuðurnir á bakvið Beats by Dre heyrnatólin sáu um að hanna armbandið. Armbandið fæst appelsínugult eða blátt, auk þess sem það er framleitt í sérstakri Star Wars útgáfu í samstarfi við Disney.

unicef-kid-power-star-wars

The post Snjall armband til hjálpar hungruðum börnum appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652