Back to the Future-dagurinn er í dag, 21. október 2015. Það er dagurinn sem Marty McFly ferðaðist til í framtíðinni í kvikmyndinni Back to the Future II. Hafi allt farið að óskum ætti hann að vera hér á slaginu 16.29 í dag á Delorean-bílnum sínum.
Aðdáendur myndanna halda daginn vitaskuld hátíðlegan og í Bíó Paradís verða allar myndirnar þrjár sýndar í dag. Hægt er að kaupa miða hér. Í tilefni af þessum tímamótum verður glæný heimildarmynd um Back to the Future-ævintýrið frumsýnd á morgun í sama kvikmyndahúsi. Hér er að stikla úr þessari forvitnilegu mynd:
En það er ekki bara horft til fortíðar þegar fjallað er um myndirnar góðu. Toyota hefur sett saman myndband þar sem leikararnir Christopher Lloyd og Michael J. Fox fá fróðleik um það hvernig rusli er breytt í bílaeldsneyti. Rétt eins og framtíðin átti að bera í skauti sér. Hér er hægt að kynna sér það nánar.
The post Back to the Future-dagurinn: Rusli breytt í bílaeldsneyti appeared first on Fréttatíminn.