Matcha er japanskt grænt te í púðurformi sem er margfalt orkuríkara en hefðbundið grænt te. Það er stútfullt af andoxunarefnum en virku efnin í þeim eru flavoníð sem ver frumur líkamans og vinnur gegn öldrun og catechin sem talið er hefta útbreiðslu krabbameinsfruma, lækka blóðþrýsting, halda blóðsykurmagni stöðugu og draga úr líkum á blóðtappa. Matcha teduftið þarf ekki eingöngu að drekka, það er einnig tilvalið í bakstur. Hér má finna uppskrift af dásamlega orkuríkum matcha boltum.
Uppskrift:
1/2 bolli döðlur (steinlausar)
1/2 bolli möndlusmjör eða hakkaðar möndlur
2 ½ msk kakó
1 msk hunang eða hlynsýróp
1 tsk lífrænt vanilluduft
Salt á hnífsoddi
1 msk kakónibbur
Matcha te-duft til að velta upp úr
Kókosflögur til að velta upp úr
Aðferð:
Takið öll innihaldsefni nema Matcha teduftið og blandið vel í matvinnsluvél eða með töfrasprota. Þegar deigið er orðið mjúkt skal móta 12 litlar kúlur og strá svo Matcha te-duftinu og kókosflögunum yfir til skiptis. Frystið að lágmarki í 30 mínútur. Svo er bara spurning hversu lengi þær endast í frystinum?
The post Matcha orkuboltar appeared first on FRÉTTATÍMINN.