Caitlyn Jenner, áður Bruce Jenner, hélt upp á afmælið sitt í faðmi fjölskyldunnar í gær, 28. október. Caitlyn var áður þekkt sem Bruce Jenner, frjálsíþróttamaður og fjölskyldufaðir Kardashian-fjölskyldunnar. Fjölskyldumeðlimirnir hafa stutt dyggilega við bakið á Jenner í kynleiðréttingarferlinu, en Kris Jenner, fyrrverandi eiginkona Caitlyn, hefur þó átt erfitt með að venjast Caitlyn nafninu.
Árið hefur svo sannarlega verið viðburðaríkt hjá Caitlyn. Í júlí kom Caitlyn fram opinberlega í fyrsta skipti þegar hún prýddi forsíðu Vanity Fair. „Ég er ekki að gera þetta til þess að vekja athygli, ég er að gera þetta til þess að lifa,“ sagði Jenner meðal annars í viðtalinu.
Kardashian og Jenner systurnar hittu Caitlyn í hádegismat á afmælisdaginn sem rataði að sjálfsögðu á samfélagsmiðlana.

Kim óskaði Caitlyn til hamingju með daginn en aldurinn var eitthvað að vefjast fyrir henni. „Ert þú 66 ára eða er Caitlyn 1 árs?“ spyr hún á Instagram síðu sinni.

Kylie óskaði föður sínum einnig til hamingju með daginn á Instagram og kallaði hann „my main squeeze“ sem hlýtur að útleggjast á hinu ástkæra ylhýra sem hennar aðal skvísa, eða hvað?
The post Caitlyn Jenner: 66 ára eða 1 árs? appeared first on Fréttatíminn.