Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Hótað lífláti frá teiknara Marvel

$
0
0

Listamaðurinn Oddur Eysteinn Friðriksson, betur þekktur sem Odee, hefur getið sér gott orð fyrir myndir sínar sem flokkast undir svokallaða POP-list. Myndir Odee innihalda persónur úr listasögunni og þá oftar en ekki teiknimynda- og kvikmyndahetjur. Ekki eru allir sáttir við þessa aðferð Odee og hefur hann fengið hótanir utan úr heimi frá teiknurum hjá kvikmyndarisunum Disney og Marvel sem hafa meira að segja gengið svo langt að hóta honum lífláti. Odee segir listina vissulega vera á gráu svæði en óttast alls ekki framhaldið.

„Þau hafa haft samband og beðið mig um að taka sín verk úr mínum. Ég hef sagt við þau að ég taki ekki við sérpöntunum og geri engar breytingar. Ég er búinn að gera ný sjálfstæð verk sem ég á. Sama hvaða efnivið ég nota.“

Listamaðurinn Odee hefur sinnt sinni myndlist um nokkurt skeið og segir viðbrögðin mjög góð. Að undanförnu hefur hann setið undir ásökunum um brot á höfundarrétti frá teiknurum sem teiknað hafa karaktera sem hann notar í verkum sínum, sem segja verkin stuld. „Þetta kemur alltaf upp annað slagið að fólk er að pirrast á því að ég sé að nota þessa þekktu karaktera í minni list,“ segir Odee. „Það kemur í svona bylgjum. Það eru aðallega tveir listamenn sem eru hvað heitastir. Það er annars vegar Stephanie Hans sem vinnur fyrir Disney og Marvel og er ekki sátt við að ég notaði Female Thor sem er hennar karakter, og hins vegar maður sem heitir Ben Mauro sem er brjálaður þar sem ég tók konsept sem hann hafði notað í gæluverkefni sínu. Sem ég notaði sem andlitið í verki mínu Dagfari,“ segir hann. „Hann hefur unnið með konsept úr Hobbitanum og Spider Man og fleiru.
Þau hafa haft samband og beðið mig um að taka sín verk úr mínum. Ég hef sagt við þau að ég taki ekki við sérpöntunum og geri engar breytingar. Ég er búinn að gera ný sjálfstæð verk sem ég á. Sama hvaða efnivið ég nota,“ segir hann. „Lagalega hliðin á þessu er loðin og þetta er grátt svæði, en samkvæmt íslenskum lögum er ég nokkuð öruggur. Enda hefur aldrei orðið neitt úr því sem þau hóta. Þau hafa hótað mér lögfræðingum og meira að segja gengið svo langt að hóta mér lífláti,“ segir Odee.
„Reglan er sú að ef þú tekur tvö eða fleiri höfundarréttarvarin verk og blandar þeim saman í nýtt sjálfstætt verk þá öðlast það sinn eigin höfundarrétt. Það eru mörg þekkt dæmi um þetta og það frægasta er auðvitað Erró okkar,“ segir hann. „Það mætti líka stilla þessu þannig upp að ef ég væri ljósmyndari og væri með mynd á sýningu úr mínum eigin ísskáp þá mætti Coca Cola ekki fara í mál við mig þó þar sæist flaska frá þeim.“
Odee sýnir verk sín á sýningu hjá Gallerí Fold sem hefst þann 14. nóvember og hann býst ekki við því að erlendir lögfræðingar láti sjá sig. „Ég held bara ótrauður áfram og ég hef aldrei látið þetta á mig fá,“ segir hann. „Þeir voru með einhverjar meiningar um það að senda lögfræðiteymi frá Marvel á þessa sýningu. Ég hef svo ekkert heyrt neitt meira um það, svo það kemur bara í ljós. Það er greinilega eitthvað til sýnis þarna sem þeir vilja ekki að sé til sýnis,“ segir listamaðurinn Odee.

23563-Dagfari

The post Hótað lífláti frá teiknara Marvel appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652