Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Heimili litlu brugghúsanna

$
0
0

„Nú er barinn eins og við höfum alltaf viljað hafa hann,“ segir Steinn Stefánsson, rekstrarstjóri Microbars, fyrsta barsins hér á landi sem sérhæfði sig í sölu á handverksbjór.

Microbar hefur verið rekinn í Austurstræti frá árinu 2012 en eigendur hans misstu húsnæðið þar á dögunum. Microbar var opnaður í nýjum húsakynnum að Vesturgötu 2 um síðustu helgi. Staðurinn er í kjallara veitingahússins Restaurant Reykjavík, áður Kaffi Reykjavík, þar sem einhvern tímann var frægur ísbar – áður en túristasprengjan reið yfir Ísland.

Hugleikur Dagsson teiknaði myndir á veggi staðarins.
Hugleikur Dagsson teiknaði myndir á veggi staðarins.

„Við Árni eigandi vorum með augastað á öðru húsnæði en Birgitte, kona Árna og meðeigandi, tók fram fyrir hendurnar á okkur og valdi þennan stað. Það reyndist hárrétt hjá henni,“ segir Steinn en staðurinn er huggulega innréttaður – hæfilega hrár með stólum úr Góða hirðinum og flottum ljósum. Auk þess eru myndir á veggjunum eftir Hugleik Dagsson. „Hugleikur sagði að þetta væri verk í vinnslu, hann sagði að alltaf þegar hann kæmi og fengi sér bjór ætli hann að teikna eina mynd til viðbótar,“ segir Steinn.

Á nýja staðnum eru 14 bjórdælur. Misjafnt er hvaða bjórar eru í boði en í vikunni voru þar átta bjórar frá Gæðingi, sem er í eigu sömu aðila og Microbar, tveir frá Kalda, tveir frá Borg brugghúsi og sitt hvor bjórinn frá Steðja og Ölvisholti.

Bjórdælurnar voru gerðar á Vélaverkstæði KS fyrir norðan.
Bjórdælurnar voru gerðar á Vélaverkstæði KS fyrir norðan.

„Þetta er eini staður á Íslandi þar sem litlu brugghúsin fá að koma saman og aðal áherslan verður áfram á íslenska bjóra á krana. Við munum þó líka bjóða upp á erlenda bjóra á krana endrum og sinnum – það fer bara eftir því hvað við náum í hverju sinni,“ segir Steinn. Auk bjóra á dælu er verið að leggja lokahönd á bjórlista staðarins en á honum verða hátt í 200 tegundir á flösku.

Athygli vekur að bjórdælurnar á Microbar eru einkar glæsilegar, merki brugghúsanna hafa verið skorin út í málm á smekklegan hátt. „Þetta var bara gert af mafíunni sjálfri, í heimabæ Árna, á Vélaverkstæði KS,“ segir Steinn.

Ljósmyndir/Hari
Ljósmyndir/Hari

Ekki fer framhjá bjóráhugafólki sem heimsækir Micro að brugghúsið Gæðingur hefur verið að færa sig upp á skaftið. Einn af þeim bjórum sem nú eru í boði er Zar – sem er imperial Stout bjór sem þroskaður var á mezcaltunnu í níu mánuði. Frábærlega vel heppnaður bjór.

„Ég og Árni ákváðum að þetta yrði já-árið. Að við myndum hætta að tala um að gera hlutina og bara gera það sem okkur dettur í hug,“ segir Steinn. „Hluti af því var að brugga fleiri flotta bjóra og í ár höfum við gert Zar, Túrgosa, MIB og Skyrgosa. Þetta eru allt virklega flottir bjórar.“

23598 Microbar 12012 23598 Microbar 12028 23598 Microbar 12024

The post Heimili litlu brugghúsanna appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652