Veturinn hreinlega hrópar á teppi, púða, kertaljós og kósíheit. Vælum ekki yfir kuldanum heldur tökum honum fagnandi með því að vefja okkur í íslenskt ullarteppi, hrjúfra okkur upp að mjúkri ullargæru, fara í þægilegustu fötin okkar og kveikja á uppáhalds ilmkertunum okkar. Það er sniðugt að hugsa um stofuna líkt og við værum að klæða okkur sjálf fyrir göngutúr í frosti, lögin eru allt. Endalaus lög af mismunandi teppum, slám og sjölum geta legið á við og dreif í bland við silkimjúka púða í öllum stærðum og gerðum á víð og dreif um stofuna. Og punkturinn yfir i-ið er að sjálfsögðu hlýleg lýsing. Það liður engum vel í frosti og flúorbirtu.

-Kisulaga kertin eftir Þórunni Árnadóttur hönnuð eru meira en falleg heimilisprýði, þau eru dásamlega skemmtileg því þegar þau brenna kemur í ljós beinagrind.

-Scintilla kertin skapa fallega hauststemningu á hverju heimili með sínum unaðslega ilmi. Ein línan er sköpuð undir áhrifum frá Vestfjörðum og flytur því ilm af blóðbergi og bláberjum, regni eða vestanvindum beint heim í stofu. Íslensk framleiðsla eins og hún gerist best.

-Það er auðvelt að búa til sín eigin kerti. Ekki leita langt yfir skammt að uppskriftum því í dag er hægt að finna allt á you-tube, líka kennslumyndbönd í kertagerð.

-Ný skemmtileg íslensk teppi úr merino ull og bómull frá Sveinbjörgu. Koma í stærð 140×100 cm og með tveimur mynstrum í fjórum litum. Lítil örsaga fylgir hverju teppi – kósí í stofuna sem og í barnaherbergið.

-„Blóm lífsins“ íslensk ullarteppi ættu að hlýja á köldum vetrarkvöldum.

-Veturinn hreinlega hrópar á púða í alla stóla og sófa. Ekki spillir fyrir ef þeir eru úr ekta íslenskri gæru. Púðarnir frá „Further north“ eru algjörlega einstakir og sérlega hlýlegir.

Höfum það huggulegt í vetur!
The post Bjóðum veturinn velkominn appeared first on Fréttatíminn.