„Við bjóðum upp á ríkulegt úrval af ljósum í öllum stærðum og gerðum fyrir hin ýmsu rými,“ segir Einar Sveinn Magnússon, verslunarstjóri og lýsingahönnuður hjá Pfaff. Ljósaverslunin einkennist af fallegri hönnun en Einar segir að það sé þó ekki nóg að ljósið sé fallegt. „Lýsingin þarf einnig að vera góð því við þurfum á henni að halda.“ Pfaff býður upp á lýsingaráð þar sem lýsingahönnuðir koma inn á heimilið og veita faglega ráðgjöf um allt sem tengist lýsingu og lýsingarbúnaði. „Það er að mörgu að huga þegar kemur að lýsingu, sem dæmi má nefna að borðstofuborð þarf oft að uppfylla mörg skilyrði, allt frá kósí matarboði til hentugrar lærdómsaðstöðu, og þá koma lýsingarráðgjafar okkar að góðum notum,“ segir Einar.

Þegar kemur að stefnum og straumum í ljósahönnun í dag segir Einar margt skemmtileg vera í gangi. „Sem dæmi má nefna berar perur sem hafa verið vinsælar, en þær bjóða upp á ótal möguleika. Fólk þorir einnig að fara fleiri þegar kemur að litavali, alveg út í kopar og gyllt, sem lífgar verulega upp á hvers konar rými.“ Allar nánari upplýsingar um ljósaúrval og lýsingaráðgjöf má nálgast á heimasíðu PFAFF.

Unnið í samstarfi við Pfaff
The post Lýsingin mótar heimilið appeared first on Fréttatíminn.