Tengsl heilsu og kynlífs voru meðal efnisþátta í nýjasta þætti Heilsutímans. Sigga Dögg kynfræðingur var meðal gesta og Brynja Ingadóttir, hjúkrunarfræðingur og doktorsnemi fór yfir hvernig hægt er að nýta tæknina til verkjameðferðar.
Þá var kíkt í jógastúdíó á Granda til Sólveigar Þórarinsdóttur, jógakennara og eiganda Sóla jógastúdíós.
Sjúkraþjálfarahornið er á sínum stað þar sem Róbert Magnússon gefur góð ráð.
Heilsutíminn er frumsýndur öll mánudagskvöld klukkan 20 á Hringbraut. Umsjónarmaður Heilsutímans er Gígja Þórðardóttir.
The post Heilsutíminn: Er kynlíf lýðheilsumál? appeared first on Fréttatíminn.