Exem er langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Atopískt exem er algengasta tegundin og er algengast hjá börnum. Orsök atopísks exems er óþekkt en fylgni við ofnæmi er vel þekkt. Atopic merkir að viðkomandi er viðkvæmur fyrir ofnæmisvökum.
Einkenni atopísks exems:
- Þurr húð
- Rauð húð
- Rofin, þykknuð og sprungin húð
- Kláði í húð
Þegar sjúkdómurinn blossar upp getur bæst við:
- Mikill kláði , rauð, heit, þurr og flagnandi húð
- Blaut, vessandi og bólgin húð
- Bakteríusýking í húð
Helstu orsakir atopísks exems:
Atopískt exem er arfgengur sjúkdómur en ekki smitandi. Sjúkdómurinn getur versnað vegna ýmissa utanaðkomandi þátta eins og hárum af gæludýrum og frjókornum og eins innri þátta eins og streitu og hormónamagni.
- Arfgengir þættir
- Umhverfisþættir
- Hormónabreytingar
- Streita
- Árstíðir
- Hreyfing
Heimild: doktor.is
The post Exem og ofnæmi appeared first on Fréttatíminn.