Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Ljóðið ratar til sinna

$
0
0

Mikil gróska er í útgáfu ljóðabóka þetta haustið og á þar hver kanónan á fætur annarri stórleik. Lesendur hafa tekið vel í þessa útgáfu og fleiri en ein og fleiri en tvær ljóðabækur hafa selst upp og ýmist eru á leið í endurprentun eða nýtt upplag komið á markað. Fyrstan skal frægan telja Bubba Morthens, en bók hans Öskraðu gat á myrkrið var sú fyrsta sem var endurprentuð í haust. Í kjölfar hans hafa siglt Dóri DNA, Kristín Svava og Þórdís Gísladóttir.
Síðastnefndu höfundarnir þrír eru allir gefnir út hjá Bjarti og forleggjarinn, Guðrún Vilmundardóttir, er að vonum sæl með sitt fólk. „Þetta hefur verið sérlega stórt og mikið ljóðahaust en fólk virðist svo sannarlega kunna að meta það.
Við hjá Bjarti, a.m.k, höfum engar áhyggjur af stöðu ljóðsins,“ segir hún. „Engar.“

 

The post Ljóðið ratar til sinna appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652