Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Aðventukrans fyrir fólk með fimm þumalputta

$
0
0

Aðventukransarnir verða sífellt fjölbreytilegri og var það svo sannarlega raunin þegar Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi Snúrunnar, fékk nokkra valinkunna einstaklinga til að virkja ímyndunaraflið og setja saman sína eigin aðventukransa. Efniviðurinn var fjölbreytt vöruúrval Snúrunnar, auk þess sem blómabúðin 4 árstíðir sá fyrir greni, lifandi blómum og ýmsu öðru smádóti.

Berglind Guðmundsdóttir, matarbloggari á Gulur, rauður, grænn og salt gerði sinn krans með einfaldleika í huga. „Þetta er svona „less is more“ krans, ekki mikið verið að taka áhættu hér en fullkominn í gerð fyrir fólk með fimm þumla.“

23647 Snuran 12039
Einfaldleikinn var í fyrirrúmi þegar Berglind setti saman aðventukransinn sinn. „Þetta er svona „less is more“ krans, ekki mikið verið að taka áhættu hér.“ Mynd/Hari

Berglind er algjört jólabarn og eru notalegar samverustundir með sínum nánustu það besta við aðventuna að hennar mati. „Annars er svo margt æðislegt við jólin. Kertaljós, ilmur af kryddum, bakstur, bæjarrölt, spilakvöld, smörrebröd, tónleikar og svona gæti ég lengi talið.“ Berglind reynir því að lengja aðventuna eins og hún getur og er fyrir löngu byrjuð að spila jólalög. „Það er eitthvað við þessa árstíð sem er svo dásamlegt.“

Berglind er algjört jólabarn og elskar allt við jólin. „Kertaljós, ilmur af kryddum, bakstur, bæjarrölt, spilakvöld, smörrebröd, tónleikar og svona gæti ég lengi talið.“
Berglind er algjört jólabarn og elskar allt við jólin. „Kertaljós, ilmur af kryddum, bakstur, bæjarrölt, spilakvöld, smörrebröd, tónleikar og svona gæti ég lengi talið.“ Mynd/Hari

Unnið í samstarfi við Snúruna

 

The post Aðventukrans fyrir fólk með fimm þumalputta appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652