Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Einstakt heimatilbúið jóladagatal

$
0
0

1. Límdu 24 umslög á pappasjald. Í umslögin er hægt að stinga jólalagatextum, bíómiðum, gátum, límmiðum og öðru í þeim dúr. Það er líka hægt að prenta út jólasögu og skipta henni í 24 hluta og stinga einum hluta í hvert umslag.

2. Hengdu 24 bréfpoka á snúru og í þá er hægt að setja smákökur, sælgæti, strokleður, jólasápu, hárteygjur, jólatannbursta, poppkorn, skopparabolta eða hvað sem er.

3. Málaðu klósettpappírsrúllur og fylltu þær með ýmsu spennandi góðgæti og límdu fyrir. Raðaðu þeim upp í hillu og merktu frá 1 til 24.

4. Taktu púsluspil og skiptu í 24 hluta. Stingdu hlutunum í 24 kassa og pakkaðu þeim inn. Svo er einn pakki opnaður á dag og byrjað að púsla.

5. Settu 24 gæðamola af súkkulaði í 24 pakka og hengdu upp á band.

6. Í hvert umslag, eða pakka eða poka er hægt að setja miða með uppástungum að því hvað er hægt að gera þennan daginn. Til dæmis: fara í sund, renna sér á skautum, baka piparkökur, syngja jólalög, fara á jólatónleika og fleira.

The post Einstakt heimatilbúið jóladagatal appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652