Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Með eigin bráð á jólamatseðlinum

$
0
0

Veitingamaðurinn Jón Mýrdal Harðarson, sem rekur skemmtistaðina Bravó og Húrra í miðborg Reykjavíkur, eldar jólamatinn á sínu heimili. Ekkert má út af bera enda verða tengdaforeldrarnir í mat.

„Ég verð með hamborgarhrygg og vonandi önd líka. Konan vill hafa þetta eins ár frá ári og helst ekki taka neina sénsa,“ segir Jón sem er annálaður sælkeri og góður kokkur. „Ég er sérstaklega klár í að gera brúnaðar kartöflur,“ segir hann af hógværð.

Jón er mikill veiðimaður. Á sumrin vill hann helst eyða öllum stundum við laxveiði en á veturna er það skotveiðin sem heillar. Honum leiðist ekki að hafa önd á jólamatseðlinum sem hann skaut sjálfur.

„Ég er búinn að skjóta nokkrar endur og ætla að lauma einni með á jólunum. Ég skaut til dæmis nokkrar þegar ég var við veiðar í Laxá í Dölum í september. Jú, það er óneitanlega gaman að hafa eigin bráð á borðum. Maður verður svona meiri skaffari, segir Jón.

Með hamborgarhryggnum og öndinni ætlar Jón að bjóða upp á Waldorfsalat, brúnaðar kartöflur og heimagert rauðkál. Og svo er það lykilatriðið að margra mati, sjálf sósan.

„Sósan er gerð úr soði af hamborgarhrygg, villibráðarsoði og ýmsu fleiru. Þetta er svipaður grunnur en svo er handahófskennt hvernig ég geri þetta hverju sinni,“ segir Jón Mýrdal.

The post Með eigin bráð á jólamatseðlinum appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652