Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og stórmeistari orðunnar, svipti Sigurð þessum rétti á grundvelli 13. greinar forsetabréfs um fálkaorðuna, þar sem segir: „Stórmeistari getur, að ráði orðunefndar, svipt hvern þann, sem hlotið hefur orðuna en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana.“
Þetta kemur fram á vef forseta Íslands en Morgunblaðið greinir frá þessu í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingur er sviptur rétti til að bera fálkaorðuna. Sigurður var sem kunnugt er dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir aðild sína að Al-thani málinu fyrr á árinu.
Sigurður Einarsson var sæmdur orðunni fyrir „forystu í útrás íslenskrar fjármálastarfsemi“ eins og það var kallað árið 2007.
The post Sigurður sviptur fálkaorðunni appeared first on Fréttatíminn.